1 dagur í skil á skattaskýrslu (sótti um framlengingu)
12 dagar í páska (verð að vinna alla páskana en ætla samt að fá páskaegg)
44 dagar í flutning (shit og ég ekki búin að finna neinn stað til að búa á )
45 dagar í lokaskil BA ritgerða (vó og allt of mikið eftir)
69 dagar í 25 ára afmælið mitt (ekkert afmælispartí ef ég verð heimilislaus)
76 dagar í að Hrafnkell fari út á land að grafa (úff kvíð fyrir)
87 dagar í sumarfrí (vó hvað það verður gaman, mitt fyrsta sumarfrí)
81 dagur í útskrift (go Íris, halda áfram með ritgerðina)
81 dagur í 5 ára stúdentsafmæli hjá Hrafnkeli á Akureyri (sami dagur og útskriftin úr Hí)
109 dagar í brúðkaup (úff mikið eftir að gera fyrir það en hlakka samt mikið til)
116 dagar í bekkjarhitting hjá Hrafnkeli. (Hann fer ef við verðum ekki í brúðkaupsferð)
122 dagar í að sumarfríið endi (aftur að vinna)
128 dagar í 26 ára afmæli Hrafnkels (hvað á ég að gefa honum?)
129 dagar í verslunarmannahelgina (verður öruglega frekar róleg í ár)
137 dagar í fiskidaginn (á að vera að vinna en vonandi fæ ég einhvern til að vinna fyrir mig)
143 dagar í að Hrafnkell komi aftur til mín og hætti að vinna úti á landi (held ég hlakki mest til þess)
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2007
Ferming
í gærmorgun var Sigrún Elfa(systurdóttir mín) fermd í Hjallakirkju í Kópavogi. Ég mætti að sjálfsögðu í athöfnina og gekk til altæris með henni. Veislan var líka mjög vel heppnuð í alla staði, maturinn góður og salurinn flottur. Enn og aftur til hamingju með daginn Sigrún mín:)
Á myndinni er fermingarbarnið ásamt foreldrum og systkinum.
Allir að kíkja á þetta
http://framtidarlandid.is/sattmali
Smá uppfærsla úr lífi okkar
Jæja helst í fréttum er :
*Saumaklúbburinn kom til mín um daginn og það var auðvitað rosa gaman að hitta þær, allar komust nema Svana og Dröfn en þær komast vonandi næst:) (verðum að fara að finna nafn stelpur)
* Á laugardaginn fyrir rúmri viku fórum við Hrafnkell í sextugs afmæli til Lalla, þangað mættu hátt í 200 manns og mikil gleði þar á bæ.
* Ég fór á Dior kynningu í Bláa lóninu fyrir um tveimur vikum. Kynningin/námskeiðið stóð í 7 klst og var maður orðin nokkuð þreyttur eftir. Fengum samt mjög góðan hádegismat í lóninu, það var steinbítur og silungur á kúskús með grænmeti og sósu.
* Á fimmtudeginum var haldinn opnunarhátíð í Fríhöfninni og mættu þangað um 300 manns. Við fengum snyttur, pinnamat, rauðvín, hvítvín og bjór eins og okkur langaði. Þetta hittist þannig á að við vorum búin að vinna 12 tíma vakt þegar partíið byrjaði og mikið stress og álag var búið að vera á öllum daginn áður og þennan sama dag. Fólk hafði einnig lítið komist frá til að fá sér að borða um daginn og því var engin furða að fólk færi rúllandi þarna út milli 19 og 20;) Síðan var haldið á skemmtistað í Keflavík og dansað fram á kvöld. Ég var nú orðin ansi þreytt og var komin heim um 10 leytið, þá var Hrafnkell búinn að elda svona líka fínt lasagne handa okkur. Ég get sko alveg sagt að þetta var eitt það besta fyllerí sem ég hef farið á, maður þurfti lítið, byrjaði snemma, var komin snemma heim og fékk góðan mat fyrir svefninn. Vaknaði því snemma daginn eftir ekkert timbruð:) enda fór ég að passa Pétur Snæ kl hálf átta morguninn eftir, þvílíkt hress:)
*bíllinn okkar er kominn úr viðgerð. Ég meira að segja fékk hann síðasta föstudag og viðgerðin var mun minni en í fyrstu var talið svo þetta fór allt saman vel:) Ég er auðvitað alveg í skýjunum yfir þessu. Reyndar þarf að laga aðeins meira eftir páska en allavegana er hann orðinn ökufær núna.
* Á laugardaginn var afmælisveisla fyrir Lilju 3 ára og Hauk 12 ára.
*Birna, Sigrún, Eydís og Jódís Halla komu til mín á sunnudaginn, rosa gaman að hitta þær enda voða langt síðan síðast.
* Ingunn, ísta og Kristán kíktu til mín á sunnudagskvöldið líka gaman að sjá þau:)
* Hrafnkell náði sér í pest og lá veikur á mánudaginn (í fyrradag)
* Ég smitaðist af Hrafnkeli og lá veik á þriðjudegi (í gær)
* í nótt eignuðust Jóna og Emil stelpu. Hún var 3100 gr og 51 cm. Innilega til hamingju með hana:) Fyrir þá sem vilja sjá hversu sæt hún er, þá bendi ég á link hér til hægri á síðuna þeirra Jónu og Emils.
Inga stóð sig eins og hetja í gær og sendi sms með vissu millibili til að láta vita hver staðan væri svo ég var voða spennt að bíða í gær og það bjargaði mér alveg í veikindunum;)
* í dag var ég síðan á kynningu/námskeiði hjá Shiseido. Þetta námskeið stóð líka í 7 klst og var maður líka nokkuð þreyttur eftir það. Við fengum geggjaðan hádegismat á hótel Nordica. Hlaðborð með allskonar gúmmelaði, með því betra sem ég hef smakkað. Mæli eindregið með þessum stað:)
4. mánuðir og 1 dagur í brúðkaup:)
Ég var að gera svona brúðkaupssíðu fyrir okkur turtildúfurnar. http://brudkaup.is/brudhjon/brudskoda.asp?WedID=779
Hvernig finnst ykkur þetta? Eigum þó eftir að bæta og breyta:)
Betri tíð.
Mér líður mun betur en í gær. Reyndar með verki um allann skrokkinn og get voðalítið gert en verkjataflan sem ég tók í morgun svínvirkar;)
Það eru ótrúlega margir búnir að hringja í mig og spurja mig hvernig mér líði og ég vil bara þakka fyrir það. Mjög uppörvandi að finna hvað maður á marga góða að. Takk þið eruð best:)
Tryggingamálin líta ekki vel út:( Ég á samt von á hringingu frá lögfræðingi á eftir og þá fer ég yfir með honum hvort eitthvað sé hægt að gera. Verð bara að vera bjartsýn þangað til annað kemur í ljós.
ég á svo von á saumaklúbbnum til mín í kvöld og VÁ ég hlakka svo til að hitta stelpurnar mínar:)
*Pirr, pirr*
í dag er ég alveg ógeðslega pirruð. Það var einhver að blogga um að hálka væri ekki orsakavaldurinn að slysinu í gær. Hvað í andskotanum þykist fólk vita um hagi annara.
1. Ég er vön að keyra þessa leið og þekki leiðina eins og handarbakið á mér. Þar sem vinna mín er í Keflavík en ég bý í Reykjavík.
2. Ég sofnaði EKKI undir stýri
3. Ég var EKKI undir áhrifum áfengis.
4. Ég var EKKI undir áhrifum vímuefna né lyfja.
5. Ég var EKKI að tala í síma.
6. Ég var EKKI að keyra yfir löglegum hámarkshraða.
7. Ég var EKKI í sjálfsmorðshugleiðingum.
8. Ég var EKKI þunglynd.
9. Ég var á negldum vetrardekkjum.
10. Ég var EKKI upptekin við neitt annað en aksturinn, var ekki að skipta um disk, var ekki einu sinni að hlusta á tónlist.
11. Ég var EKKI að borða.
12. Ég er EKKI ný komin með bílpróf og kann að meta aðstæður, er búin að keyra í allskonar veðri og færð í næstum 8 ár og hef aldrei lent í nokkru tjóni. Hef ekki einu sinni keyrt á gangstéttarbrún hvað þá meira.
13. Er búin að eiga þennan bíl í 2 og hálft ár og þekki hann mjög vel.
Þetta varð BARA vegna hálkunar engin önnur ástæða fyrir þessu slysi.
Það er ekki eins og mér þyki gaman að díla við tryggingafélagið sem er ekki að gera sig núna!
Mér finnst gaman í vinnunni minni og sit nú uppi bíllaus og kemst ekki til vinnu, finnst það ekki gaman!
Ég er að drepast í bakinu og borða verkjatöflur, finnst það ekki gaman!
Svo var annar bíll sem hringsnérist og fór næstum útaf nokkrum mínútum seinna þarna rétt hjá okkar. Við vorum heppin að hann fór ekki á okkur og hann náði að halda bílnum inn á þar sem hann lenti ekki á vegriði eins og við.
Vegagerðin stoppaði hjá okkur nokkrum mínútum síðar og þá sagðist hún hafa verið að kalla út saltbíl því hálkan hefði verið að koma. Sannleikurinn var samt sá að það var búið að vera hálka alla leiðina og við vorum að keyra mjög rólega en ef það hefði verið kallaður út saltbíll fyrr hefði þetta kannski ekki gerst.
Ekki minn dagur
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1256980
Ég er á lífi og óbrotin en aum á nokkrum stöðum. Bíllinn minn er óökufær og var dregin til Keflavíkur. Morguninn er síðan búin að fara í lögguskýrslur og sjúkrahússkoðanir. Ég var send heim með rútu og á að hvíla mig andlega og líkamlega að læknisráði. Læknirinn varaði mig við því að næstu daga yrði ég sjálfsagt alveg að drepast og á að háma í mig verkjatöflur.
Annars erum við að pirrast þessa dagana yfir BA riterð, safnafræðiverkefni,tímaleysi, flutningum í vinnunni og viðbjóðinum sem fylgir því, brúðkaupsundirbúningi, væntanlegum flutningum okkar eftir 2 mánuði, erum ekki komin með neinn stað til að búa á. Svo það er fínt að fá meira til að pirrast yfir s.s eymslum í líkamanum, bílleysi og áhyggjur af peningum því það er jú alltaf sjálfsábyrgð og við þurfum að borga dráttarbílinn.
En jú þetta hefði víst getað farið miklu verr í morgun svo ég er auðvitað þakklát fyrir það.
Þekkir þú landið þitt?
Ég var að tala við konu á fimmtugsaldri um daginn. Hún tjáði mér það að hún hefði aðeins einu sinni komið til Akureyrar og það væru liðin 12-13 ár síðan. Hún hafði ekkert farið vestur á land né austur. Aftur á móti hafði hún mikið ferðast erlendis og fer jafnan oft á ári.
Ég veit líka um strák sem er 27 ára hann hefur aldrei ferðast neitt um landið og þar af leiðandi aldrei komið til Akureyrar.
Ekki misskilja mig ég er ekki að segja að Akureyri sé miðja alheimsins og þangað skuli ferðamaðurinn halda. Mér brá bara meira við að heyra að fólkið hefði ekki komið til Akureyrar heldur en til Dalvíkur;)(það er sko miðja alheimsins, hehe) Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort það sé mikið af fólki sem aldrei skoði landið sitt. Hvað haldið þið? Hvernig ætli þessu fólki finnist um virkjanir og álver? Er því ekki bara alveg sama, hefur hvort sem er aldrei séð þessa staði? Eða er það alfarið á móti virkjunum í því ljósi að kannski vilji það einhverntíman ferðast?
X factor
Jæja ég hef nú lítið fylgst með þessum þáttum en þó séð aðeins. ístæðan fyrir því að ég blogga um þetta er að undanfarið hef ég lesið MÖRG blogg og lent í miðjum samræðum um þessa þætti. Alltaf er það sama spurningin sem kemur upp: Hvað er Ellý eiginlega að gera þarna?
Ég sé eitt jákvætt við hana þarna. Við getum notað hana í forvarnarskyni! Ég held að það sé nóg fyrir unglingana að heyra það að fólk verði eins og hún ef það reykir hass.