Monthly Archives: mars 2006

Kom inn veikur, fer út veikur 2

Ég hafna þeim möguleika að ég sé að fá hálsbólgu í annað sinn í sama mánuði! Sjáum hversu langt ég kemst á afneitun. Þetta er alveg makalaust, aldrei hefur þetta komið fyrir mig áður. Ekki síður er þetta óvanalegt vegna þess að fyrst fékk ég hálsbólgu 1. mars, nú fæ ég hana aftur 31. mars. […]

Hinsta vorið og tilbehör 2

Þreyta og sljóleiki. Nostalgía samhliða kvíða samhliða óþreyju eftir framtíðinni. Ótti við að mistakast. Löngun til að ferðast. Löngun til að flytja í eigið húsnæði. Von um uppfyllingu drauma. Tregi til að takast á við nýjungar. Óvissa. Vantrú á kosti valsins. Von um farsæla hamingjuleit. Gremja, galsi, áræðni, kæruleysi. Svefnleysi, andleysi, óbilgirni, kröfuharka. Trú, söknuður, […]

Á enn einum vordegi 0

Skyndilega voraði enn einu sinni í forræðisdeilu árstíðanna. Vissulega léttir það lundina. Fernt vegur þó á móti: 1. Stóra ritgerðin komin niður í 30 blaðsíður og enn get ég (og mun) stytta hana. 2. Fyrirlestur um Þriðja maí eftir Goya sem þarf að semja fyrir flutning á morgun. 3. Síþreyta. Ég hvílist ekki þótt ég […]

Þrælaskip 2

Málverk dagsins er Þrælaskip Josephs Mallards Williams Turner frá 1840. Þótt viðfangsefnið sé gróteskt (verið er að kasta dauðum og deyjandi fyrir borð) er myndbyggingin og litaflæðið svo magnað að nær ómögulegt er að lýsa því með orðum. Myndin nýtur sín betur úr fjarlægð svo ég mæli með því þið bakkið um nokkra metra frá […]

Tveir pistlar 8

Þessi pistill er bæði lélegur og gjörsamlega tilgangslaus. Hann er samt fyndinn. Allar vangaveltur um hvernig það hefði nú verið hefði þessi eða hinn lifað lengur eru nefnilega í eðli sínu bæði lélegar og tilgangslausar, og enda þótt það geti verið fyndið að agnúast út í slíkar hugleiðingar er það alveg jafn lélegt og tilgangslaust, […]

Á síðdegi morgundags nætur dauðans 4

Segja má að ferli lógaritmískrar stigmögnunar á fjölda kaffibolla sem þarf til að halda mér vakandi hvern klukkutíma sem bætist við daginn hafi náð hámarki sínu með tilliti til lögmálsins um minnkandi afrakstur, líkt og hröðun steins sem kastað er þráðbeint upp fer minnkandi uns hún er engin og verður loks neikvæð. Fyrir næsta klukkutíma […]

Að morgni nætur dauðans 3

Þreyttur í gær? Nei, þreyttur núna. Kötturinn hélt mér vakandi í alla nótt. Hún æmti eins og Dórótea í skýstróknum og ekki tjóandi við henni. Kannski ekki að furða, sjálfur bjóst ég hálft í hvoru við að ranka við mér í Oz. Litli bróðir segist svo ekki skilja hvers vegna hann snjói alltaf á þriðjudögum. […]

Þreyttur að kveldi aðgerðalítils dags 0

Grein í Steingerði tilbúin. Hún fjallar um mikilvægi listarinnar. Þá eru allar áætlaðar greinar skrifaðar, vona þær verði ekki fleiri í bili. Fékk smá sjokk í svona mínútu þegar ég var nýbúinn að skrifa hana og upp kom sá möguleiki að Steingerður væri þegar farin í prentun. Við nánari eftirgrennslan reyndist það sem betur fer […]

Múr, rok, virkjun 0

Múrgrein dagsins er víst eftir mig þótt skammstöfunin á nafninu mínu sé eitthvað kindarleg (uppfært: hún hefur nú verið löguð). Ég er ekki mikill aðdáandi fárviðris, nema sé ég innandyra í hálfrökkvu herbergi undir sæng með tebolla og góða bók. Þó var ég sérstaklega lítt hrifinn í dag af að þurfa að plokka sandkorn úr […]

Jafnréttisumræðan 0

Í hvert einasta sinn sem umræðan um jafnrétti fer af stað mætti halda að hún væri ný af nálinni, altént ef miðað er við háværustu gagnrýnisraddirnar. Til dæmis sér nú loks fyrir endann á baráttu samkynhneigðra fyrir sjálfsögðum réttindum. Til stendur að þeim verði veitt öll réttindi, utan þau að Alþingi hefur ákveðið að þrýsta […]