Monthly Archives: mars 2008

Mótmælum mótmælt 6

Mér er óskiljanlegt hvers vegna fólk er að mótmæla mótmælum, hvort heldur það er vegna fjöldamorða á Afgönum, Írökum, Tíbetum eða barsmíðum á ljósálfum í Saving Iceland svo ekki sé minnst á róttækar aðgerðir vörubílstjóra. Ef beinskeyttar aðgerðir er það sem þarf þá er það ekkert flóknara. Miðað við hvernig stjórnvöldum er tamt að bregðast […]

Eftir miðnætti á mánudegi 0

Núna hefst geðveikin fyrir alvöru. Ég drekk ekki á meðan né geri nokkuð annað en rykfalla inni á bókasöfnum meðan hárið og „skeggið“ vex utan á mér. Ef ég verð ennþá til frásagnar í maí, þegar allt er búið, má gera ráð fyrir að ég detti það harkalega íða að ég muni ekki næsta hálfa […]

Glory Hole 0

Eitt af því sem við Jón Örn dunduðum okkur við í páskafríinu var að djamma á Næsta bar. Lag dagsins er live útgáfa okkar af Glory Hole eftir Prostithead. Upptakan var gerð á Næsta bar á páskadag og ég geri ráð fyrir að það verði jafnvinsælt nú eins og þá. Semsé partílag kvöldsins. Smellið á […]

Ísland í dag 5

Kreppan vofir yfir, engum að óvörum. Litlu dýrin hans Hannesar sníkja peninga til að létta undir með kostnaðarsömum ærumeiðingum. Geðsjúklingur er fluttur inn af enn bilaðri viðrinum. Einkaviðtöl uppseld. Sjá meðal annars hér og hér. Ég veit ekki hvað skal segja um þessa samlanda mína.

Heyrt á bókasafni 2

Eldri kona: Af hverju skrifar hann svona langar bækur? Bókavörður: Hver? Eldri kona: Haraldur Bessason. Bókavörður: Æi, þú veist. Svona náttúrulýsingar og … Eldri kona: Ooh, jæa. Er hann ennþá á lífi heldurðu? Bókavörður: Hver? Eldri kona: Haraldur Bessason. Bókavörður: Ja, nú ve … Eldri kona: Æ, hann er sjálfsagt einhversstaðar þarna á mörkunum. Bókavörður: […]

Verkefni kvöldsins 2

1. Reykja sígarettur og sötra hvítvín. 2. Skila skattframtali á meðan nr. 1. 3. Blokka leiðinlega feisbúkkfítusa svo ég hætti að fá kjaftæði í pósthólfið mitt.

Drasl 2

Stundum hef ég velt fyrir mér hvaðan líkingin sé dregin þegar dritað er úr vélbyssum yfir fólk. Í það minnsta getur hinn almenni borgari þakkað fyrir að fiðurfénaður getur ekki dritað yfir það eins og úr vélbyssu. Loksins lét ég verða af því að fá mér USB-lykil í BT og afrita mikilvægustu gögnin mín á […]

Fólki haldið uppi á ókeypis lesefni 4

Fyrirsegjanlegustu bloggtíðindi ársins: Ágúst Borgþór er kominn á Eyjuna. Minna mætti það ekki vera. Í öðrum fréttum: Allt sem gerist kringum mig þessa dagana er of steikt til að tala um, þannig að ég ætla ekki að tala um það. Það litla jákvæða er síðan of persónulegt til að tala um. Það verður sjálfsagt lítil […]

Ég missi jafnan trú á mannskepnuna 1

Þeir sem fárast yfir bingóspili á föstudeginum langa hljóta að vera alvarlega veikir í sinninu. Það kemur ríkisvaldinu ekki við hvað fólk gerir í frítíma sínum svo lengi sem það skaðar engan. Og þaðan af síður kemur það kirkjunni við, fremur en skattstjóranum eða öðrum stofnunum ríkisins, hvort fólk spili bingó eða ekki. Hvað þætti […]

Clarke 3

Þegar ég vaknaði í morgun fannst mér sem meðalgreind í heiminum hefði hríðlækkað. Þá komst ég að því að Arthur C. Clarke er látinn. En Mogginn segir auðvitað ekki frá því fremur en nokkru öðru sem talist gæti fréttnæmt.