Möndlugrauturinn er í pottinum, við erum búin að fara pakkarúnt og í kirkjugarðinn og allt er að verða klárt. Ég slapp naumlega við að vera étin af jólakettinum, jólafötunum var reddað á Þorláksmessukvöldi. Ég er búin að hitta marga sem mér þykir vænt um undanfarið og suma sem ég hef ekki hitt mjög lengi. Góð …
Monthly Archives: desember 2006
Örfáir jólapakkar tilbúnir…
Kláraði að skrifa á jólakortin í dag. Á kvöld er ég búin að pakka inn „nokkrum“ pökkum. Þetta er alveg full vinna. Nú geta þeir sem ég gef pakka farið að spá í hvað þeir eiga af þessu 😉
Ljúfa líf
Tveir heilir lærdómslausir dagar liðnir. Ég er samt ekki enn búin að ná því að ég þurfi ekki að læra og fæ reglulega ósjálfrátt samviskubit. En það hverfur fljótt. Ég er meira að segja búin að fá einkunn fyrir þessa mestu geðveiki sem ég hef upplifað og er mjög sátt! Á föstudaginn borðuðum við Daði …
Á miðjum prófalestri…
Ég er alltaf að læra betur og betur hvað maður getur dæmt fólk vitlaust ef maður þekkir það ekki. Dregið rangar ályktanir. Sem er kannski allt í lagi ef maður heldur þeim bara fyrir sig. Held að þetta sé eitthvað sem allir hafa gott af því að hugsa út í… Það eru 4 dagar í …
Eftir eina viku…
… verð ég komin í frí frá skólanum í heilan mánuð. Það verður frekar ljúft að geta lagst með tærnar upp í loft. Maður verður samt að passa að vera ekki þannig of lengi því þá rennur allt blóðið niður í haus. Ekki gott mál. Ég er með lista af skemmtilegum hlutum til að gera …
Jólauppgötvun…
Ég byrjaði fáránlega snemma að kaupa jólagjafirnar í ár, sá fram á að vera búin að þessu öllu áður en desember kæmi. Fannst ég allavega vera búin með mjög mikið. Ég ákvað að gerast skipulögð áðan og skrifa niður stöðuna á þessu og þá kom í ljós að ég er bara búin að kaupa 9 …
Merkilegur dagur í dag…..
… því Guðrún mín á afmæli. Hún er búin að vera vinkona mín síðan ég man eftir mér og mun auðvitað alltaf verða það. Enda er hún frábær manneskja og algjör hetja… til hamingju Gudda mín og njóttu kvöldsins 🙂 Þessi mynd af okkur var valin úr svona hundrað myndum sem kom til greina að …