Jól

Möndlugrauturinn er í pottinum, við erum búin að fara pakkarúnt og í kirkjugarðinn og allt er að verða klárt. Ég slapp naumlega við að vera étin af jólakettinum, jólafötunum var reddað á Þorláksmessukvöldi. Ég er búin að hitta marga sem mér þykir vænt um undanfarið og suma sem ég hef ekki hitt mjög lengi. Góð tilfinning. Jólin mega semsagt koma núna, líka eins gott því þau koma víst á eftir sama hvað ég segi. Ég er að minnsta kosti komin með jól í hjarta og skiptir það ekki mestu máli? 🙂

Líði ykkur öllum sem best og gleðileg jól!

2 replies on “Jól”

  1. Gleðileg jól, elsku Dagbjört mín. Takk fyrir að eiga þátt í því að jólaskapið kom á Þorláksmessu 🙂 Þetta var yndislegt stund og ég elska ykkur fyrir að bjóða mér í skötu, svona líka góða.
    Knúsaðu alla frá mér!

  2. Gleðileg jól og innilega takk fyrir litlu prinsessuna….. hún er búin að vera að kubba síðan á aðfangadag…:) voða gaman!
    bið að heilsa….sjáumst svo vonandi bráðum…:)

Comments are closed.