Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2007

Ég ber aldurinn vel…

… vona ég. Afmælishelgin mín var tvímælalaust skemmtilegasta helgi ársins so far 😉 Og jafnvel þó við teljum síðasta ár með líka. Veislumatur heima á Skaganum á föstudag, skemmtilegt party á laugardag og góður matur á sunnudag (engin þynnka, góð afmælisgjöf ;)).
Mætingin í partyið var ótrúlega góð, gaman að geta loksins hrúgað öllu skemmtilegasta fólkinu á einn stað 😉

Ég stóð mig vel allt kvöldið í að drekka úr blómavasaglasinu sem Adda gaf mér, bollan tókst vel að mínu mati og allir voru stilltir, góðir og frábærir. Yndislegt líf 😉 Það var greinilegt að allir urðu strax þyrstir í eitthvað meira því þetta kvöld var planað PISA partý, rannsóknahittingur og talað um að vinkonuhópurinn minn frábæri fari nú að hittast reglulega. Nóg að gera framundan semsagt.

Ég er búin að vera dugleg í dag og setti inn heil þrjú ný albúm. Ekki nóg með það heldur skrifaði ég við hverja einustu mynd. Dugnaður minn á sér engin takmörk ;)  Albúmin snúast öll um afmælið, eitt er frá matnum heima, annað úr partyinu og þriðja… já… það er semsagt heilt albúm með sjálfsmyndum Óla Gneista og Bryndísar. Sett í sér albúm svo fólk geti sloppið við að þurfa að fletta í gegnum þetta allt 😉

Note to self: Aldrei að skilja myndavélina sína eftir í nokkrar mínútur þar sem Óli nær í hana.

En þið sem hafið lykilorð að myndasíðunni – njótið vel (linkur á hana hérna niðri). Og þið sem hafið það ekki – sendið mér bara póst á daggerbrown@gmail.com 😉

Miss Sóla Jones 5 árum síðar:

shljan2007-001.jpg

Að fylgjast vel með umhverfi sínu…

… er mjög mikilvægt. Þetta hef ég alltaf vitað. Ég verð auðvitað að halda áfram með skönnunarþemað á þessari síðu og ákvað að gera myndina hérna að neðan opinbera. Þetta er greinilega það augnablik sem ég hef minnst náð að fela að ég sé að horfa á einhvern – og það náðist á filmu. Aumingja gesturinn. Þarna er ég þriggja ára með sítt að aftan og í blúndukjól. Kristján heldur á sinclair spectrum tölvunni sinni, Adda virðist vera að drekka jógúrt og er íklædd fallegu fermingarjakkafötunum sínum – sem voru einmitt seld árið eftir og kaupandinn var víst strákur. Aumingja gesturinn sem hefur lent inni á þessari systkinamynd telst líklega eðlilegastur þarna. En hann getur nú verið ánægður með að mér fannst hann greinilega mjög áhugaverður… þó þetta geti ekki hafa verið þægilegar aðstæður fyrir hann.

staaar.jpg

Afmælisundirbúningur er á fullu, systurnar Skordal eru búnar að versla mikið af nauðsynlegum hlutum og enn meira af mjög ónauðsynlegum hlutum svo þetta ætti að verða eðal partíííííí! Ég vona að Ása sé búin að hlaða myndavélina því ég ætla auðvitað að stilla Sólu upp með bolluskálina þegar það er svona temmilega lítið eftir. Svona mynd verður svo alltaf tekin á fimm ára fresti 😉

Gleði gleði gleði

Fyrst af öllu: ÓLI minn á afmæli í daaaaaaag! Ég óska honum auðvitað enn og aftur til hamingju með það, nú er hann sko tveimur árum eldri en ég í 6 daga!
Grúskarinn í mér er alveg að tapa sér úr gleði þessa dagana. Vorum að kaupa skanna sem skannar slidesmyndir og filmur og ég er að ná því að verða ofurmyndanörd…. í öðru veldi. Svo gaman að finna myndir sem maður vissi ekki að væru til og til að fullkomna þetta fengu m&p ljósmyndaprentara í jólagjöf svo það er hægt að dæla þessu út jafnóðum. Jííííííhaaaa!

vijjjj.jpg
Það styttist alltaf í að ég verði gömul, löngu búin að plana party en fannst svo langt í þetta að ég geymdi frekari undirbúning. Úps… enda á að hafa allt á síðustu stundu en sem betur fer er ekki mikið sem þarf að gera, kannski aðallega að bjóða einhverjum 😉 Ég ætla að blanda svaðalega bollu, er undir pressu því fólk man víst ennþá eftir bollunni úr tvítugsafmælinu mínu og afleiðingum hennar. Þær afleiðingar voru samt flestar góðar. Eyrúnu tókst til dæmis að detta aftur á bak inn í runna með tvo opna bjóra í höndunum og hellti engu niður. Þetta handajafnvægi var mjög líklega bollunni að þakka. Ég veit ekki hver ástæðan var fyrir því að hún datt 😉 Ég heiti því allavega hér með að reyna að standa mig enn betur í þetta skipti, ekki annað hægt þegar maður heldur bara party á fimm ára fresti! Og ég lofa að tala ekki um myndir, filmur, skönnun eða annað nördalegt í afmælinu. Nema ef einhver annar byrjar 😉

Þið eruð á réttum stað…

Smá breytingar hafa átt sér stað á þessari síðu, var ekki alveg sátt með hitt útlitið. Ég er ennþá í jólafríi og næstu jól nálgast hratt 😉 En þetta er að taka enda, ég byrja í skólanum á miðvikudaginn.

Síðasta einkunnin kom loksins, ég beið eftir að fá verstu einkunn annarinnar en fékk bestu einkunn annarinnar. Ég hef greinilega enga hæfileika til að giska á hvernig mér gengur í prófum. Á heildina er ég bara mjög ánægð með þessa fyrstu mastersnáms-önn, hún var algjör geðveiki en endaði í áttum og einni níu. Það sem er samt merkilegast af öllu er að LÁN álögin virðast ekki hafa elt mig í masterinn. Það hefur verið vesen með LÁN í hvert einasta skipti sem ég á að fá greiðslu frá þeim.. ég týnist í kerfinu, gleymist, einhver starfsmaður gerir vitleysu. En núna var þetta greinilega hraðafgreiðsla og engin vandamál – ennþá.
Ég kom mér loksins í að setja myndir inn á myndasíðuna mína. Það er tengill á hana hérna til vinstri. Hún er læst en ef þið viljið skoða, þá endilega skiljið eftir email hérna í kommentum eða spyrjið mig bara á msn eða með sms… eða í gegnum einhverjar aðrar skammstafanir eða tækniundur sem ykkur dettur í hug!

Gáta

Bryndís, Eggert, Lísa, Óli Gneisti, Ósk, Súsanna og Sverrir. Hvað á þetta fólk sameiginlegt?

??????

Svar: Augljóslega eru þetta mjög vel gerðar manneskjur en þeirra helsti kostur er að þau eru öll með réttan link á síðuna mína! Fleiri mættu taka sér þau til fyrirmyndar 😉

Tívolí!

Ferðir í tívolíið í Hveragerði voru það beeeesta sem ég vissi þegar ég var lítil. Við vorum að skoða slides myndir áðan og þar voru myndir frá því þegar ég fór í síðasta skiptið þangað, tívolíferð með Guðrúnu. Mig minnir að við höfum farið níu sinnum í klessubílana í þessari ferð en hrærivélin var skemmtilegust.. eins og kannski sést 😉 Þetta eru símamyndir teknar af slidesmyndum – kannski ekki bestu gæðin 😉

Sumir eru kannski aðeins gráðugri en aðrir….
08012007204.jpg

Mmmmm… kitl í magann!!!!

08012007213.jpg
Tryllingslegt barn…

08012007216.jpg

Og svo ein að lokum… Búnar að fara saman í klippingu, með lit í hárinu. Ég með snudduhálsmen – allir voru að safna.

08012007201.jpg

Sólarhringsviðsnúningur

Ég kenni prófunum í desember algjörlega um að hafa snúið sólarhringnum mínum svona illilega við. Nú nenni ég ekki lengur að vaka ein hálfa nóttina og sofa svo til hádegis. Vekjaraklukkan var þess vegna látin öskra á mig eldsnemma og einhvern veginn tókst mér að vakna. Til að halda mér vakandi er ég búin að setja í húsmóðurgírinn… búa um rúm, taka til og rífa seríur úr gluggum. Ef mér gengur illa að vaka í fyrramálið fer ég kannski að labba um bæinn og bjóða hjálp við húsþrif. Eða bara slappa af. Ég sé til 😉

Sh-sh-sh-shoeeeee people!

Ég hef ekki þörf fyrir að eiga mörg skópör. Að því leyti er ég væntanlega frekar afbrigðilegur kvenmaður (en ég er hins vegar með þeim mun meiri náttfataáráttu og væri til í að eiga ein náttföt fyrir hverja nótt ársins – að minnsta kosti). Þó ég vilji ekki eiga mörg skópör vil ég eiga góð skópör og það getur verið erfitt að finna þau. Á fyrsta lagi þurfa skórnir að vera númer 37 svo ég passi nú í þá. Þeir þurfa líka að vera mjúkir og þægilegir og ekki of breiðir eða víðir því ég er með svo þunnan fót. Voðalegt vandamál að finna hina fullkomnu skó. Svo er líka mjög góður kostur að maður renni ekki auðveldlega á þeim í hálku. Parið sem er í aðalnotkun þessa dagana kemst ansi nálægt fullkomnun. Ég hélt reyndar þangað til í dag að það væri alveg fullkomið. En eitt smávægilegt atriði virðist ekki vera í lagi. Og verður nú sögð sagan af því.

Upp úr hádegi í dag ákvað ég að leggja af stað heim í seinni hluta „jólafrís“ eftir þriggja daga Reykjavíkurdvöl. Ég raðaði vandlega á mig farangrinum; lítilli ferðatösku, tveimur pokum og kápu. Rögnvaldur eðalkaggi beið stilltur og prúður fyrir utan Skerjagarð og ég skokkaði með allt dótið í áttina til hans. Um leið og ég nálgaðist skottið ákvað lítill og ljótur hálkublettur að birtast fyrir aftan bílinn. Og Dagbjört flaug upp í loftið. Skórnir fá mínusstig fyrir að hafa ekki höndlað þessar aðstæður. Þar sem ég var með mikið í höndunum gat ég ekki borið þær almennilega fyrir mig og lendingin var ekkert sérstaklega mjúk. Ég lenti asnalega á vinstri handleggnum og verkurinn ákvað að rjúka beint upp í öxl og hnakka – sem eru auðvitað mínir aðal og uppáhalds verkjastaðir. Einhvern veginn bögglaðist vinstri höndin sjálf líka og það er sárt að nota hana. Hægri höndinni er ekkert illt en hún er hins vegar svolítið blóðug. Ekki hafa frekari meiðsli verið uppgötvuð en ég borða bara íbúfen og ligg á hitapoka mér til skemmtunar. Eftir þetta fallega flug reyndi ég nú að halda kúlinu, stóð upp og tíndi saman dótið mitt. Um leið hugsaði ég hvað það hefði verið heppilegt ef systir hennar Gurríar hefði verið að labba framhjá, henni finnst víst svo gaman að sjá fólk detta ef ég man rétt 😉 En ég held því miður að enginn hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að horfa á þetta. Gengur bara betur næst…  Og já, einkunnin er ekki ennþá komin. Ég er um það bil að fara í vont skap eftir þetta óréttlæti heimsins 😉