Spurning hvort þetta næst fyrir miðnætti… en svona er dagurinn í dag á Gary Larson dagatalinu mínu 😉 Greinilega merkisdagur hér á ferð og ég held að allir ættu að minnast þessa atburðar (degi of seint) með því að skjóta teygju í einhvern á morgun. Vanmetið fyrirbæri.
Monthly Archives: október 2007
Klíkustarfsemi Daggz
Já það var mikið plottað í gær enda sneri stórvinur minn og klíkufélagi Alz aftur til landsins í fyrradag eftir 8 mánaða útlegð! Mikil hátíð var haldin enda ekki á hverjum degi sem svona atburðir eiga sér stað. Fyrst héldum við fund í Skerjagarði um mikilvæg málefni sem þið fáið bara ekkert að vita um …
Jólafréttir
Miklar gleðifréttir síðan síðast! Systir mín elskuleg skrapp til löndöönnhhh og kom heim með eitt stykki jólakjól handa mér. Ég var byrjuð að sauma saman þrjá svarta ruslapoka sem ég ætlaði að láta duga en nú mun ég vera eins fögur og hvalur getur mögulega verið! Kjóllinn smellpassar á alla kanta og er þeim hæfileikum …