Spurning hvort þetta næst fyrir miðnætti… en svona er dagurinn í dag á Gary Larson dagatalinu mínu 😉 Greinilega merkisdagur hér á ferð og ég held að allir ættu að minnast þessa atburðar (degi of seint) með því að skjóta teygju í einhvern á morgun. Vanmetið fyrirbæri.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2007
Klíkustarfsemi Daggz
Já það var mikið plottað í gær enda sneri stórvinur minn og klíkufélagi Alz aftur til landsins í fyrradag eftir 8 mánaða útlegð! Mikil hátíð var haldin enda ekki á hverjum degi sem svona atburðir eiga sér stað. Fyrst héldum við fund í Skerjagarði um mikilvæg málefni sem þið fáið bara ekkert að vita um og svo hlóð hann á mig gjöfum en eins og allir vita er það skilyrði fyrir að koma í heimsókn til mín. Allir velkomnir! Á fyrsta lagi gaf hann mér Maltesers enda er fátt sem getur toppað það. Minnir mig alltaf pínu á Akraborgarferðirnar því ég splæsti alltaf í Malteserspoka til að borða eitthvað gott sem síðustu máltíðina. Á öðru lagi gaf hann mér bók sem heitir The baby owner’s manual. Ég veit ekki hvort hann var með þessu að lýsa yfir miklu vantrausti á mig eða reyna að hjálpa mér, það er spurning. Þetta er hins vegar eina svona bókin sem ég myndi mögulega nenna að lesa þar sem hún er sett upp á nógu fyndinn hátt og það er talað um barnið eins og bíl… þetta er svona almenn umhirða og viðhald sem getur komið sér vel að lesa um 😉 Á þriðja lagi gaf hann mér svo ofurgaldrastein með súperkrafta, liggaliggalái.
Við fórum svo beint í undirheima Reykjavíkur og ráfuðum þar um. Ákváðum að skoða hvernig ástandið væri á Indókína enda er það mikilvægur staður. Allt reyndist stöðugt þar, engir pappakassar sjáanlegir þó forsíða DV hafi hótað því að staðurinn væri að flytja fyrir tveimur árum. Við gátum því borðað í rólegheitunum og staðurinn var enn þarna þegar við fórum. Og verður væntanlega næstu áratugina ef þetta heldur svona áfram. Ég keypti svo sjö sjeika í ísbúðinni í Skeifunni.
Aftur var farið í Skerjagarð og hafist handa við mikla rannsóknarvinnu…. sem endaði á þann stórkostlega hátt að ef allt gengur upp fæ ég loksins hlut í hendurnar eftir um það bil viku sem mig er búið að dreyma um lengi lengi lengi. Er reyndar svolítið mörgum þúsundköllum fátækari en það er vel þess virði. Spennandi, ekki satt?
Á kvöld erum við Daði að fara fínt út að borða. Ég var að spá í hvort einhver nennti að passa Umba á meðan? Mig langar svo að geta borðað og borðað en af einhverjum ástæðum verð ég alltaf strax södd 😉 Endilega einhver að bjóða sig fram!
Jólafréttir
Miklar gleðifréttir síðan síðast! Systir mín elskuleg skrapp til löndöönnhhh og kom heim með eitt stykki jólakjól handa mér. Ég var byrjuð að sauma saman þrjá svarta ruslapoka sem ég ætlaði að láta duga en nú mun ég vera eins fögur og hvalur getur mögulega verið! Kjóllinn smellpassar á alla kanta og er þeim hæfileikum búinn að geta stækkað endalaust á einum stað. Ekkert vesen með „í kjólinn fyrir jólin“ hérna*, ég dunda mér bara við að borða og reyni að nýta allt þetta pláss sem best. Wunderbar!
Af þessu tilefni er ég byrjuð að hlakka sjúklega til jólanna og af einhverjum ástæðum virðist ég alltaf hugsa mest um mat. Það er ekkert nýtt… Ég er búin að halda ræðu yfir Daða um hverja einustu hefð sem fer fram á heimili mínu yfir jólin og minna hann á að ég er bæði mjög vanaföst og þjóðfræðingur svo hann skuli passa sig að mótmæla engu og taka glaður þátt í þeim öllum. Hann hefur auðvitað ekkert á móti öllum matnum (nema kannski skötunni en það eru nú alltaf pylsur líka ;)) og það gekk ágætlega að undirbúa hann fyrir allt hitt. Ég passaði mig að muna eftir öllum smáatriðum svo ekkert gæti komið HONUM á óvart og sett MIG úr jafnvægi. Ég er svo hugulsöm… 😀
mmmmmm…….. (og það er bannað að kommenta á að reykt kjöt sé ekki sniðugt og blablabla ;))
*ekki eins og ég hafi einhvern tíma lagt mig fram í þeim málum… kaupi einfaldlega bara eitthvað sem ég passa í rétt fyrir jól 😉