Gleðilegan bolludag!

bollur.jpg

Já mamma bakaði svona „smá“ af bollum í gær svo bolludagurinn var augljóslega tekinn út þá 😉

Nú renna flestir dagar saman í eitt og ekki mikið gert nema að bíða, það verður ágætt þegar einhvers konar rútína verður komin í gang en það veltur víst allt á einhverju sem ég hef enga stjórn á.

Þegar eitthvað gerist og ég verð orðin nógu öflug til að henda inn myndum og einhverju skemmtilegu verður það væntanlega sett á síðuna sem hingað til hefur verið mjög svo falin – umbi.barnaland.is. Við skulum sjá hvernig mér gengur að halda henni uppi – ég reyni allavega! En ég hverf að sjálfsögðu ekki héðan, get ekki hætt héðan af að vera trufluð!  Til að fá aðgang að síðunni er hægt að senda mér póst (dagbjog@hi.is, daggerbrown@gmail.com) eða einfaldlega tala við mig.

Að lokum óska ég Óla Gneista til hamingju með afmælið – það gengur ekki alveg nógu vel með afmælisgjöfina!

5 replies on “Gleðilegan bolludag!”

  1. Innilega til hamingju með litla Prinsinn ykkar:) ég hlakka rosalega til að sjá molann:) og ætla sko aldeilis að finna eitthvað fallegt handa honum í Svíþjóðinni…:)
    hafið það gott:)

  2. Elsku Dagbjört og Daði innilega til hamingju með prinsinn ykkar. Hlakka til að sjá ykkur. Bestu kveðjur Anna

  3. Maður verður greinilega að velja; að troða sig út af bollum eða ganga með barn. Það er ljóst að hvorutveggja kemst ekki fyrir 😉 Til hamingju með þessa stóru stund… ég hef það alltaf eftir sem sagt var við mig á sínum tíma, því það hefur reynst sannleikanum samkvæmt: „Nú byrjar lífið.“

Comments are closed.