Mánuður

Guðmundur Hrafnkell varð mánaðargamall í gær – ótrúlegt en satt! Það hefur væntanlega sjaldan svona margt gerst á einum mánuði í lífi mínu… og ég hef aldrei verið svona mikið innilokuð heldur 😉 Á gær fórum við á rúntinn tvö og það var í fyrsta skipti í tæpa tvo mánuði sem ég keyrði bíl. Þvílíkt frelsi að komast út og geta farið þangað sem ég vil – eða næstum því þangað sem ég vil 😉 Nú er stefnan tekin á fyrsta göngutúrinn, greinilega ekki sniðugt að eignast barn á Áslandi í byrjun febrúar ef mann langar fljótt út að labba… En núna er þetta allt upp á við, barnið að eldast og vorið að koma… 🙂 Næstu mánuðum verður eytt í að hafa það gott, fara í heimsóknir, fá heimsóknir, ferðast og síðast en ekki síst njóta þess að eiga svona fallegan strák 😉

mars1-037b.jpg

5 replies on “Mánuður”

  1. Já sæll! Jeminn hvað hann er sætur drengurinn 🙂 Til hamingju með mánaðarafmælið í gær. Fljótt að líða… Hafið það sem best!

  2. Innilegar hamingjuóskir með prinsinn fallega, flotta nafnið og viðburðaríkan mánuð 🙂

  3. Til hamingju með mánaðarafmælið um daginn 😉 Endilega kíktu í heimsókn ef þið Guðmundur Hrafnkell eruð á ferðinni…er ein heima þar til á fimmtudaginn í næstu viku…. Já og innilega til hamingju með nafnið!

Comments are closed.