Bókaormur

Þegar ég eignaðist barn bjóst ég við því að fá senda allskonar bæklinga og auglýsingar um barnavörur, svona af því nú væru komnar nýjar víddir í mögulega peningaeyðslu mína. En ótrúlegt en satt, það eina sem gerðist var að Landsbankinn gaf barninu 5000 krónur. Ég var þá búin að stofna reikning þar svo ég hafði nú ekki á móti því að fá smá viðbót inn á hann. Núna eru rúmir sjö mánuðir síðan þessi neytandi bættist í samfélagið og allt í einu er eins og það hafi verið send út fréttatilkynning um að hann sé fæddur. Á meðan Daði fær tilboð frá símafyrirtækjum fæ ég senda Pampers bleyju og upplýsingabækling um Gerber barnamauk. Ákaflega áhugaverður póstur 😉

Barnið er nú líka gengið í sinn fyrsta klúbb – í kjölfar eins af símtölunum sem snúast um nýlega fæðingu þess. Ég var reyndar mjög ánægð með þetta símtal, klúbburinn heitir Bókaormar. Nú fær hann senda eina bók í hverjum mánuði og það er að mínu mati besti klúbbur sem hann gæti mögulega verið í, ég bíð æsispennt eftir fyrstu sendingu og eftir því sem mánuðir og ár líða verður hann það væntanlega líka 😉 Aldrei of snemmt að byrja að lesa fyrir börn. Það var mjög mikið lesið fyrir mig þegar ég var lítil…. mjög, mjög mikið þar sem ég var yfirleitt lesin í svefn og það hefur aldrei fundist manneskja sem er lengur að sofna en ég, öllum fjölskyldumeðlimum til mikillar ánægju 😉

file0063.jpg

Á kvöld ætla ég út að borða með Lísmundi kökuskrímsli, slurp slurp 😀 Þar af leiðandi get ég því miður ekki tekið á móti símtölum frá æstum söluaðilum rétt á meðan en ég verð ekki lengi 😉