Appropriate incongruity

Ég er að fara í próf á morgun. Mér finnst vera mörg ár síðan ég tók próf síðast en það er víst ekki alveg svo langt. Ég er komin á það stig í lestrinum að mér finnst ég allt í einu ekki kunna neitt, hef pínu áhyggjur yfir að mér eigi ekki eftir að ganga vel en er samt ekki beint stressuð. Semsagt kærulaus. Held líka að það sé rétt munað hjá mér að ég hafi aldrei áður tekið próf á ensku í HÁ. Það sem hefur verið kennt á ensku hefur verið próflaust eða með kennara sem skilur líka íslensku. Ég hef líka alltaf getað lært alveg eins og mér hentar, hangið yfir bókum fram á nótt og sofið þá bara út í staðinn, vaknað svo og haldið áfram. En það hefur eitthvað breyst síðan ég lærði síðast fyrir próf og ég get ekki leyft mér þann munað að vaka hálfa nóttina 😉

Af einhverjum ástæðum vaknaði ég með eiturhressa lagið um Daloon rúllurnar á heilanum. Það er Daloon dagur í dag! Hvað ætli það þýði nú, ég sem hef aldrei smakkað svoleiðis. Er þetta til ennþá? Hvað er eiginlega langt síðan þetta var auglýsing í sjónvarpinu? Við erum kannski að tala um mest grípandi auglýsingastef á Áslandi? Harðir keppinautar gætu til dæmis verið: heima.. heiiiiiiiimaísinn, þú tekur hann upp og borðar’ann síðan…., aaaaaaað innan ég prýði með polytex, texið er efni sem aldrei bregst… og já já já jahahahahá, ég er tiiiiilbúinnnn!

Fleiri auglýsingastef verða sungin síðar.