I have a drinking problem

Ég er í smá verkefnavinnu og ætla að vaka aðeins frameftir í kvöld … læra og hafa það kósý í leiðinni, spurning hversu mikið ég læri en samt.. 😉 Fyrst fór ég reyndar í heitt og gott bað, með slakandi baðsalti og öllu tilheyrandi. Fór í þægilegar náttbuxur og hlýrabol. Kom mér vel fyrir í sófanum með tölvuna og ískalda kók í dós. Hallaði mér aftur í algjörri afslöppun og ætlaði að taka fyrsta sopann… en hellti honum beint ofan í bolinn minn. Milli brjóstanna. Alveg niður á maga. Mmmm… Þetta er sko ekki í fyrsta og pottþétt ekki í síðasta skipti sem ég hitti ekki á munninn á mér. Þetta var bara svo sorglega gott augnablik sem skemmdist í þetta skipti 😉