Það er komin helgi…

Það er víst komin helgi…en engin fagnaðarlæti því að ég er að vinna um helgina. Það verður svo sem örugglega allt í lagi samt. Og þetta er síðasta helgin sem ég verð að vinna í sumar. Jibbý! Ég verð að vinna uppá Foldasafni fram að mánaðarmótum sem er ákaflega yndislegt líka, hef enga löngun til að byrja á nýju safni núna, kann svo svakalega vel við mig þarna í Grafarvoginum.

Annaðkvöld ætla ég að kíkja á flugeldasýningu og skreppa svo smá í partý. Á sunnudagskvöldið langar mig líka að gera e-ð skemmtilegt, verð að láta mér detta e-ð sniðugt í hug.