Vinna, jól, bólusetning, bækur, próf eða ekki

Það er lítið að gera í vinnunni. Síminn hringir ekki einu sinni. Þeir sem koma eru að skila. Þess vegna eru allar hillur að springa.

Ég hlakka til jólanna. Er búin að kaupa flestar jólagjafirnar. Á eftir að skrifa jólakort. Búin að steikja laufabrauð. Eftir að baka piparkökur og búa til konfekt. Búin að hengja upp jólaseríur. Eftir að skreyta jólatréð. Búin að þrífa eldhúsinnrétttinguna. Eftir að skúra. Fer í Kringluna á eftir að kaupa jólapappír og skraut á jólatréð. Jólaundirbúningur er stuð.

Ég fór í bólusetningu í morgun. Það var ekkert vont. Sprautunál hafði ekki komið nálægt líkama mínum í 10 ár. Nú fæ ég vonandi ekki hettusótt. En kannski liðverki eftir viku.

Ég er búin að lesa nokkrar bækur á síðustu vikum. Grafarþögn. Bettý. Synir duftsins. Bátur með segli og allt. Frægasti maður í heimi. Myndin af pabba-Saga Thelmu. Núna er ég að lesa Krosstré. Ég les hægt. En mér finnst það gaman.

Ég er ekki í prófum. Óli er í prófum. Það er skrýtið að vera ekki í prófum í desember. En það er líka gaman.

Ætla að halda áfram að gera ekki neitt.