Narnía og Party 101

Ég fór á Narníu í gærkvöldi með stórum stelpuhóp. Mér fannst myndin mjög góð. Kom mér bara skemmtilega á óvart þar sem ég bjóst ekki við miklu. Væri alveg til í að sjá hana aftur.

Seint í gærkvöldi sá ég svo besta sjónvarpsþátt sem gerður hefur verið. Party 101. Þetta er semsagt þáttur um djammið. Gella fer í búð og kaupir föt. Gella fer í bað. Gella málar sig. Gella fer út á djammið. Gella tekur viðtöl: „Hæææ, steppur, ka segiði?! Við erum rosa hressar!“. Gella fer aftur í bað. Gella blikkar sjónvarpsáhorfendur. Gella fer í limmó. Gella fer út að borða. Gella fer á djammið. Gella tekur viðtöl: „Oh, ka þú ett smart! Já, é var í bleiku partý“. Allt mjög innihaldsríkt og skemmtilegt.
Hér eftir get ég bara sest niður í hálftíma á miðvikudagskvöldum og upplifað hversu súrt djammið er. Sparar tíma og peninga! 🙂