Lasin á Landsfundi

Ég er ennþá hálflasin. Svaf í næstum 17 tíma í nótt (les: gærkvöldi, nótt, morgun og fram á dag!) og er voðalega tuskuleg.

Ég fór á Landfund Upplýsingar (ráðstefna um bókasafns- og upplýsingafræði) sem var á föstudag og laugardag á Selfossi. Það var hin besta skemmtun og margt áhugavert sem fjallað var um. Er svolítið hugsi eftir þetta allt saman, bæði varðandi vinnuna mína og fagið sjálft. Margar skemmtilegar hugmyndir sem komu fram þarna sem hægt væri að nota í vinnunni minni. En það eru blikur á lofti varðandi fagið sjálft og það er sennilega best að bretta upp ermarnar ef ekki á að fara illa.