Bístró og Gestgjafinn

Nú er ég orðin áskrifandi að bæði Bístró og Gestgjafanum. Ég sem elda aldrei neitt nýtt. En ég nýt þess að lesa þessi blöð. Ég elska uppskriftir. Bæði blöðin eru mjög góð, fullt af sniðugum hugmyndum og fjölbreytt efni. Blöðin eru samt tiltölulega lík að efni sem kemur e.t.v. ekki á óvart vegna þess að uppistaðan í blaðamönnum Bístró eru gamlir Gestgjafarar.

Ég ætla að hætta með áskriftina að Gestgjafanum um leið ég losna úr áskriftarprísundinni hjá þeim í apríl. Ég get bara skoðað blaðið í vinnunni og pikkað það áhugaverðasta út ef það er eitthvað sem mig langar að eiga.

Ég verð áskrifandi að Bístró allavega næsta árið. Blaðið hefur þó tvo galla. Það er of mikil umfjöllun um vín fyrir minn smekk. Og blaðið er alltof stórt, það er svo stórt og stíft að það er ekki sjéns að koma því í póstkassann hjá mér og þess vegna þarf ég alltaf að sækja það á pósthúsið. Það væri auðveldlega hægt að minnka blaðið aðeins og nota þynnri pappír í það. Vona að það lagist í framtíðinni.
Stærsti kosturinn við blaðið eru frábærir blaðamenn. Nanna, Friðrika og Sóla eru allar snillingar.