Sunnudagur 12. maí 1991
Kæra dagbók
Í dag vaknaði ég hjá ömmu minni. Klukkan 8 fór ég inn til ömmu, síðan fékk ég mér kók og pönnukökur. Fórum síðan í langan labbitúr upp í kletta og niður á götu. Löbbuðum til langömmu. Þegar við komum að Shell-sjoppunni hittum við afa á fína bílnum. Fórum með afa á pósthús, síðan heim. Eftir hádegi fór ég að leika mér. Síðan kom rigning. Þá fór ég inn. Áður en rigningin kom jörðuðum við þröst. Síðan fórum við heim í Rauðhóla með langömmu og Ástu Hönnu. Við fengum pönnuköku og fleira. Við Svenni fórum í fjallgöngu. Síðan lögðum við kapal. Fórum síðan að sofa klukkan 23:06
Bless, bless kæra dagbók