Matar- og kaffistell

Ég hef aldrei skilið hvers vegna verðandi brúðhjón langar mest af öllu í rándýrt matar- og kaffistell í brúðargjöf. Það virðist bara vera kvöð á verðandi brúðhjónum að fara í næstu rándýru búsáhaldaverslun og velja sér eitthvað matar- og kaffistell og setja á svokallaðan gjafalista.*

Ég fór semsagt í Europris eftir vinnu og fann þar drauma hversdags matarstellið. Erum búin að leita mikið í mörgum búðum að hentugum diskum, bæði litlum og stórum en höfum ekkert fundið fyrr en nú. Vona bara að Óli sé sammála mér um ágæti þessa stells 😉  4 manna stellið (stórir diskar, litlir diskar, djúpir diskar, bollar og undirskálar) kostaði eins og hálfur diskur úr rándýru stelli.
Ég keypti líka viðbót við kaffistellið okkar, svo nú eigum við 12 manna kaffistell. 6 manna stellið kostaði líklega svipað og tæplega einn bolli úr rándýru stellunum.
En það er ekkert að marka mig, ég fann draumahnífapörin í Bónus 🙂

Ég skrapp líka á gamla góða bókasafnið mitt, las slúður og tók bækur eftir Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson.

Í lokin má svo geta þess að við Óli erum ekki að fara að gifta okkur á næstunni en ef og þegar þar að kemur þá langar okkur bara í eitthvað skemmtilegt í brúðargjöf. Er það ekki Óli?

*Ok, kannski langar einhverja í alvöru í svona voða fín stell 😉