Föstudagur

Ekki fékk ég léttvínspottinn í vinnunni en það verður dregið aftur eftir mánuð. Reyndar var aðallega rauðvín í pottinum svo hann freistaði mín ekkert óskaplega. Kannski að við Fanný stofnum okkar eigin hvítvínspott 😉

Ég fór út að borða með Foldasafnsfólki í gærkvöldi. Það var gaman. Við fórum á Caruso og fengum mjög furðulegt borð sem bauð ekki uppá mikil samskipti nema við fólkið sem sat allra næst manni. Eins og við var að búast á Caruso þurftum við að bíða töluvert eftir matnum og þegar hann loksins kom var ég eiginlega orðin södd af hvítvínsdrykkju og brauðáti. En engu að síður var mjög gaman 🙂
Leið unga fólksins lá svo niður á Gauk á Stöng þar sem Perfect Disorder var að spila. Gaman að sjá þá á sviði. Svo var Dr. Spock líka að spila. Enduðum svo á Pizza Pronto áður en við fórum heim. Mjög skemmtilegt kvöld.

Dagurinn í dag hefur svo farið í svefn og sófalegu.