Monthly Archives: júní 2007

Af rappi 9

Ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég uppgötvaði að fyrsta breiðskífa Eminem er ekki heima hjá mér á Öldugötunni heldur líklegast í kassa niðri í geymslu hjá mömmu. Það er rétt, ég sé enga skömm í að játa að ég fíla fyrstu plötu Eminem, þó ekki nema sé nostalgíunnar vegna. Sumir […]

Í minningu 0

Skrifað þann 22. ágúst Hvaða klisja er yndislegri en hrifnæmi háskólastúdentinn sem situr við fjórtánda kaffibollann að kvöldi til og les Nietzsche? Hann þarf ekki kaffið, það bara tilheyrir. Nietzsche á ekki að lesa fyrir fíluna fyrr en í nóvember, en hver getur beðið þegar hægt er að setjast á eintal við eilífðina N Ú […]

Atlantis 5

Ekki man ég hver þrætti fyrir tilvist Atlantis við mig um daginn, en hér stendur mín meining nokkuð svört á hvítu. Það er einfaldlega svo að flestir fræðimenn eru sammála um að fyrirbærið hafi verið symbólískur uppspuni Platóns, og jafnframt er það sú skýring sem er haldbærust miðað við heimildir. Að ógleymdu því að flest […]

Miðbærinn 0

Nú brainstorma menn ógurlega um hvað beri að gera til að hleypa lífi í Austurstræti og Lækjartorg. Ég er með hugmynd: Tekið af myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Klukkan á veggnum 0

Stundum kemst maður í tæri við eitthvað sem er svo miklu stærra en maður sjálfur. Telur svo mínúturnar, loks sekúndurnar og leyfir því loks að ríða yfir. Þótt í öllu falli gerist það án leyfis. Það er um margt að hugsa þessa dagana.

Síminn 1

Síminn er kominn í lag.

Til þeirra sem það gæti varðað 6

Símanum mínum hefur verið lokað sökum ómegðar, svo það er ómögulegt að hafa samband þar um.

Af dægradvöl ungmenna 0

Sumum finnst að það ætti helst að segja þessum unglingum að sjoppur séu ekki félagsmiðstöðvar. Mig grunar að það sé rangt í tvennum skilningi. 1. Unglingar eru lengur í sjoppunni en í skólanum einmitt af því að sjoppur eru ekki félagsmiðstöðvar. Ef barnið þitt sækir félagsmiðstöð eru líkur til að það sé plebbi. 2. Sjoppur […]

Paurildi og porriró 2

Það er fasta orðasamband dagsins. Ég tók eftir þegar ég gúglaði því að Nína bloggaði eitt sinn undir slóðinni paurildi.blogspot.com. Ef einhver getur fundið út merkingu þessa orðasambands má viðkomandi senda mér línu.