Jóga, sekkjapípur, labbitúr, leikhús og Telma

Mikið sem þetta jóga tekur á. Er alveg að drepast í lærunum í dag.

Við Óli fórum á sekkjapíputónleika með Gary West í gærkvöldi. Það var mjög gaman. Gary spilaði á tvær sekkjapípur og tvær litlar flautur. Þvílíkur hávaði í hálandasekkjapípunum en ég lifði það svosem af. Fannst sándið í litlu flautunni eiginlega best, voða vinalegt en það er víst hægt að fá svoleiðis flautur í Skotlandi fyrir lítinn pening. Og hver veit nema maður bara geri sér ferð til að kaupa flautu.
Gary söng líka fyrir okkur og við sungum fyrir hann. En einhverra hluta vegna sleppti hann okkur við skottísinn. Svo sagði hann okkur frá pípunum og flautunum og frá lögunum.
Ógisslega góðir tónleikar, næstum betri en Sigur Rós 😉

 Ég fór út að labba í hádeginu. Langaði einhvernveginn meira í hreyfingu en mat. Enda át ég mikið á starfsmannafundinum í morgun. Tvær nýbúnar að eiga afmæli, svo það voru bæði kökur og brauð. Það er eitthvað indælt við að kafa snjó.

Svo er það bara leikhúsið í kvöld. Og allir að kjósa Telmu í Idol.

Góða helgi