Monthly Archives: júlí 2010

Ögn um málfar 9

Í Morgunblaðinu í dag birtist pistill eftir Guðmund Egil Árnason sem ber heitið Misskilningur í íslenskri menningu, sem er einmitt sérstakt áhugamál hjá mér. Að mörgu leyti er pistillinn ágætis áminning um þann tvískinnung sem felst í óhóflegri málvernd, einsog þeirri sem stunduð er af „íslenskum menningarstofnunum“, einsog hann kemst að orði. Þar nefnir hann […]

Leiðarvísir um Borgarbókasafn 6

Í rúm fjögur ár hef ég starfað á Borgarbókasafni og allan þann tíma hef ég ítrekað hjálpað sama fólki sem virðist fyrirmunað að læra jafn einfaldan hlut og að finna safngögn. Þess vegna langar mig til að skýra flokkunarkerfi Borgarbókasafns í fáum orðum. Það er hið svokallaða danska Deweykerfi. Fyrsta reglan er að það þarf […]

Ný bók eftir Þórberg komin út 1

Það hlýtur að teljast til nokkurra útgáfutíðinda að út komi ný bók eftir Þórberg Þórðarsson! Áskrifendur í Klassíska kiljuklúbbnum munu fyrstir manna berja augum rit sem fengið hefur titilinn Meistarar og lærisveinar en bókin sú er byggð á „stóra handritinu“ hans Þórbergs sem er að líkindum uppkast að þriðja bindi skáldævisögu hans. Verkið er skrifað […]

Ögn meir um kúltúr, án teljandi sjokks þó 2

Að sama skapi og þegar ég segi að Þjóðverjar séu upp til hópa grútleiðinleg þjóð þá hef ég í raun réttri aldrei orðið fyrir kúltúrsjokki í Danmörku. Eiginlega hef ég aldrei orðið fyrir neinu raunverulegu kúltúrsjokki neinstaðar. Mest framandi land sem ég hef komið til er Marokkó en það var öðruvísi á spennandi hátt. Vissulega […]

Kúltúrsjokk 7

Fyrirsögnin er kannski fullyfirdrifin miðað við tilefni en þó er vel hægt að upplifa kúltúrsjokk í Danmörku. Stærsta kúltúrsjokkið, sem kann að koma lesendum þessarar síðu á óvart, var að fólk vílaði ekki fyrir sér að snýta sér lon og don undir miðjum fyrirlestri. Í fyrstu þótti mér ógeðfellt að ekki aðeins Spánverjinn í hópnum […]

Katanesdýrið 0

Ármanni til upplýsingar get ég fullyrt að ég sá Katanesdýrið liggja í makindum sínum á gólfi danskrar lestar, svo skömmu síðan sem í gær. Þarmeð hefur það fylgt í fótspor ýmissra þeirra sem flúið hafa kastljósið gegnum tíðina, svosem Elvis, Hoffa og Geirfinnur. Samkvæmt eðli horfinna hefur aldur ekkert með það að gera að fólk […]

Sögur úr Árósum 0

Hér er hópur skandinava í einhverslags dönskuskóla sem hefur farið nokkuð í taugarnar á mér undanfarna eina og hálfa viku. Dagskipunin virðist hafa verið að taka öll bæjarhjól Árósa strax á fyrsta degi og halda í þau. Þau standa hér í röðum á daginn og eru læst inni á næturnar og menn greinir á um […]

Nýtt blogg 0

Það gleður mig mjög að Drífa sé byrjuð að blogga hér á Kaninkunni og ég mæli fastlega með blogginu hennar fyrir alla sem kunna að meta málefnalega umræðu um mikilvæg efni. Bloggið hennar er þegar rokið af stað með bravúr svo ég vænti þess að von verði á góðu úr þeirri áttinni, svosem tilefni standa […]

Eiturkoppar og geltarfar 2

Eitrkoppr inn smærri dafnar í sturtuklefanum. Foreldrarnir láta þó ekki á sér bera. Í dag fengum við hálfan frídag svo ég hélt glaður í bragði með strætó niður á Store Torv að heilsa uppá DanBolig, til að koma mér á biðlista á einkaleigumarkaði ef ske kynni að ég fengi ekki inni á görðum. Strætóbílstjórinn neitaði […]

Eiturkoppar #2 0

Köngulóaparið hefur getið af sér pínulitla krúttikönguló sem kúrir nú í sturtuhorninu sem stóra parið dvaldist áður í. Stóra parið hefur hinsvegar flutt yfir klósettið og fylgist með öllum vessum sem ég læt frá mér þá leiðina. Af öðru dýralífi hér, enda er ég svolítið skotinn í dýralífi almennt, má nefna héra sem ég sá […]