í–ssur og Jónas

Hér er smá krot eftir mig í­ tilefni ummæla í–ssurar Skarphéðinssonar í­ fréttum í­ gær.

Þó ég sé sjaldnast sammála Jónasi Kristjánssyni þá má hann eiga það að hann er góður penni. Jónasi finnst rí­kisstjórnarsamstarf í­halds og krata eðlilegt. Hann skrifar m.a. í­ gær:

Eðlilegt er, að Sjálfstæðis og Samfylkingin vinni saman. Þau spanna yfir hægri og vinstri miðjuna og hafa góðan meirihluta. Framsókn og Vinstri grænir eru meiri jaðarflokkar, Framsókn orðin yzt til hægri í­ formennsku Jóns Sigurðssonar. Sjálfstæðis og Samfylkingin munu ná millilendingum, til dæmis í­ meiri hægagangi á stórvirkjunum og stóriðju. Báðir eru flokkarnir eindregið fylgjandi markaðskerfi í­ hagmálum. Merkast við þetta samstarf er, að Sjálfstæðis hefur loksins vaxið frá arfi Daví­ðs Oddssonar. íhrif hans í­ flokknum eru nú engin, þegar Ingibjörg Sólrún er orðin sætust á ballinu.

Þann 25. maí­ 1991 skrifaði Jónas eftirfarandi leiðara í­ DV. Þá var búið að mynda rí­kisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Fyrirsögnin var „Engir hveitibrauðsdagar“.

Illa er komið fyrir nýrri rí­kisstjórn strax í­ upphafi ferils hennar. Hún nýtur engra hveitibrauðsdaga í­ hagkvæmnishjónabandi sí­nu. Samkvæmt skoðanakönnun DV í­ gær hefur hún einungs helming af fylgi kjósenda, minnsta fylgi, er mælzt hefur hjá nýrri rí­kisstjórn.

Algilt hefur verið, að nýjar rí­kisstjórnir fái að minnsta kosti rúmlega 60% gengi í­ fyrstu skoðanakönnunum eftir stjórnarmyndun. Metið átti rí­kisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem hafði 90% fylgi í­ upphafi og naut hveitibrauðsdaga fram undir andlátið.

Enn verri er staða annars stjórnarflokksins, Alþýðuflokksins, sem má þola fylgishrun úr 15% niður í­ 10%. Þetta bendir til, að gæfa Alþýðuflokksins verði minni í­ þessari rí­kisstjórn en hún var í­ hliðstæðu stjórnarmynztri á viðreisnartí­ma sjöunda áratugarins.

Viðreisnarstjórnin var byltingarstjórn á sí­num tí­ma. Hún ruddist fram með nýjungar, sem frelsuðu ísland úr verstu Framsóknarhlekkjum kreppustefnunnar og lögðu grundvöll að velmegun þjóðarinnar nú á tí­mum. Hún stóð á skýrum hugmyndafræðilegum grunni.

Viðreisnarstjórnin entist lí­ka í­ meira en áratug. Alþýðuflokkurinn þoldi stjórnarsamstarfið í­ þrjú kjörtí­mabil, þótt hörð hrí­ð væri gerð að honum frá vinstra afturhaldinu. Slí­k festa í­ stjórnarmynztri hefur hvorki þekkst fyrr né sí­ðar á lýðveldistí­manum.

Rí­kisstjórn hinna sömu stjórnmálaflokka, sem nú hefur setzt að völdum, hefur engan hugmyndafræðilegan grunn. Til dæmis er hún laus við frjálshyggju, þótt tilhneiginga í­ þá átt hafi gætt í­ báðum flokkunum, ekki sí­ður í­ Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum.

Hugsjónalaus rí­kisstjórn nýtur engra hveitibrauðsdaga. Þjóðin sér enga breytingu frá fyrri rí­kisstjórn til hinnar nýju. Enda er þetta í­ stórum dráttum nákvæmlega sama rí­kisstjórn, efnislega séð, og sú sem fór frá völdum. Það eru bara nýir menn í­ ráðherrastólum.

Það eru einmitt ráðherrastólarnir, sem eru hornsteinn þessarar rí­kisstjórnar. Steingrí­mur Hermannsson gat aðeins boðið Alþýðuflokknum þrjá stóla í­ nýrri, fjögurra flokka vinstri stjórn. Daví­ð Oddsson gat hins vegar boðið honum fimm stóla í­ tveggja flokka stjórn.

Þetta var tilboð, sem Alþýðuflokkurinn þóttist ekki geta hafnað. Hinn óljósi málefnasamningur, sem smí­ðaður var í­ skyndingu, skiptir nauðalitlu máli í­ þessu samhengi, enda hefði hann alveg eins getað verið málefnasamningur hjá fjögurra flokka vinstri stjórn.

Myndun þessarar rí­kisstjórnar markar í­ rauninni þáttaskil í­ stjórnmálasögu okkar. Ekki er lengur umtalsverður munur á athöfnum stjórnmálaflokka, þótt ytri málabúnaður sé stundum misjafn. Stjórnmál á íslandi snúast ekki lengur um málefni. Þau snúast um stóla.

Þótt þessi rí­kisstjórn sé mynduð af sömu stjórnmálaflokkum og mynduðu viðreisnarstjórnina, er fjarri lagi að kenna hana við nýja viðreisn. Hún er eins langt frá viðreisn og hugsazt getur. Hún er í­halds- og hagsmunastjórn, sem mun gæta þess að breyta sem allra fæstu.

Almenningur er þegar búinn að finna lyktina af hinni nýju rí­kisstjórn og finnst hún ekki góð. Þess vegna sýndi skoðanakönnun DV í­ gær, að þetta er fyrsta rí­kisstjórnin, sem ekki nýtur neinna hveitibrauðsdaga hjá þjóð sinni. Og öruggt má telja, að hún verði ekki langlí­f.

Svona fer, er skammtí­mamenn ganga í­ hagkvæmnishjónaband um ráðherrastóla og kjötkatla. Svona fer, er þjóð gælir við loddara, kosningar eftir kosningar.