Orð

Orð stjórnanda Óperukórsins á forsí­ðu Fréttablaðsins í­ morgun vöktu athygli mí­na. Þar kemur fram að hann vissi vel af því­ að kórinn hafi fengið styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2004. Styrkinn fékk hann gegn því­ kórinn myndi syngja á nokkrum öldrunarstofnunum. í Fréttablaðinu 17. mars segir stjórnandinn hins vegar „Við vissum ekki að styrkurinn kæmi úr Framkvæmdasjóði aldraðra og hefðum ekki þegið hann ef það hefði legið ljóst fyrir“. Er kominn tí­mi á að fleiri biðjist afsökunar á orðum sí­num en eldri borgarar og Samfylkingin?

Orð og efndir Vinstri grænna í­ málefnum eldri borgara fara ekki alltaf saman. Hækkun fasteignagjalda hefur verið heitt mál í­ Borgarbyggð að undanförnu og hefur Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri farið fremstur í­ gagnrýninni á sveitarstjórn. Hann hefur sagt hækkunina vera árás á lí­fskjör og rekstrarskilyrði fyrirtækja á staðnum. í dag skrifar oddviti Framsóknar um málið og bendir á orð og efndir VG.

Orð Margrétar Sverrisdóttur um fjölda ungmenna á stofnfundi ungliðahreyfingar íslandshreyfingarinnar vekja lí­ka athygli mí­na. í raun kemur mér mætingin á óvart. Ekki það að fáir hafi áhuga á flokknum heldur vegna þess að auglýst var að þeir sem mættu fengju hringitóna, miða á tónleika o.fl. Kannski segir þetta okkur að ekki er hægt að kaupa atkvæði. Mætingin er þó betri en á Snæfellsnesi í­ sí­ðustu viku þar sem hreyfingin var með almenna fundi. í Ólafsví­k mættu tveir og enginn á Arnarstapa.