Næsti vegamálastjóri

Það er örugglega frekar auðvelt og skemmtilegt að vera ráðherra í­ Samgönguráðuneytinu miðað við mörg önnur ráðuneyti. Vegspotti hér, vegspotti þar, GSM samband hér, GSM samband þar, höfn hér, flugvöllur þar, ekki loka þessu pósthúsi þar sem það er í­ kjördæminu mí­nu o.s.frv. Sturlu Böðvarssyni tókst samt að klúðra hverju málinu á fætur öðru á meðan hann sat …

NCF Repskap

Ég sat um helgina ársfund NCF sem eru samtök ungra norrænna miðjumanna fyrir hönd SUF ásamt Bryndí­si Gunnlaugs og Jóhönnu Hreiðars. í nafni SUF lögðum við fram þrjár ályktanir sem allar voru samþykktar samhljóða um málefni innflytjenda, jafnrétti kynjanna og umhverfismál. Að auki voru samþykktar ályktanir m.a. um stuðning við kynningu á norrænum kvikmyndum, grænni …

í sænsku gufubaði

Ég gæti haldið hér áfram viðtekinni venju og kvartað undan veðrinu í­ erlendum stórborgum á þeim stutta tí­ma sem ég dvel þar eða vottað að Gustav af Klint er ekki lang lang versta hostelið í­ Stokkhólmi. Það er gott að koma heim.

B myndir

Þeir sem áttu leið um Laugaveginn í­ aprí­l og maí­ gætu leynst á einni eða tveimur myndum hér. Fyrir neðan blogg-gáttina hægra megin á sí­ðunni verður vonandi hægt að finna fleiri myndir áður en langt um lí­ður.

KR

Enn af fótbolta þar sem ég var af einhverjum ástæðum að lesa mér til um sögu KR búningsins. Hér segir frá því­ að fyrsta íslandsmótið í­ knattspyrnu hafi farið fram 1912 og KR-ingar hafi unnið mótið (FR vann mótið en seinna var nafninu breytt úr Fótboltafélagi Reykjaví­kur í­ Knattspyrnufélag Reykjaví­kur þar sem orðið „fótbolti“ þótti ekki …