Það er örugglega frekar auðvelt og skemmtilegt að vera ráðherra í Samgönguráðuneytinu miðað við mörg önnur ráðuneyti. Vegspotti hér, vegspotti þar, GSM samband hér, GSM samband þar, höfn hér, flugvöllur þar, ekki loka þessu pósthúsi þar sem það er í kjördæminu mínu o.s.frv. Sturlu Böðvarssyni tókst samt að klúðra hverju málinu á fætur öðru á meðan hann sat …
Monthly Archives: ágúst 2007
Það hafðist
í Mosfellsbænum býr drengur einn sem aldrei ætlaði að blogga. Hann tók hins vegar upp á því fyrir akkúrat ári síðan og er ekki hættur enn.
NCF Repskap
Ég sat um helgina ársfund NCF sem eru samtök ungra norrænna miðjumanna fyrir hönd SUF ásamt Bryndísi Gunnlaugs og Jóhönnu Hreiðars. í nafni SUF lögðum við fram þrjár ályktanir sem allar voru samþykktar samhljóða um málefni innflytjenda, jafnrétti kynjanna og umhverfismál. Að auki voru samþykktar ályktanir m.a. um stuðning við kynningu á norrænum kvikmyndum, grænni …
í sænsku gufubaði
Ég gæti haldið hér áfram viðtekinni venju og kvartað undan veðrinu í erlendum stórborgum á þeim stutta tíma sem ég dvel þar eða vottað að Gustav af Klint er ekki lang lang versta hostelið í Stokkhólmi. Það er gott að koma heim.
Amazing Iceland
Paul Watson, Robbie Williams og þeir sem framleiddu þetta myndband.
B myndir
Þeir sem áttu leið um Laugaveginn í apríl og maí gætu leynst á einni eða tveimur myndum hér. Fyrir neðan blogg-gáttina hægra megin á síðunni verður vonandi hægt að finna fleiri myndir áður en langt um líður.
Ber
Ég fékk skyr með nýtíndum Borgfirskum berjum í kvöldmat í gær. Fátt betra.
Til of mikils ætlast af mér
Einn dag á ári vildi ég að garðurinn væri fallega hellulagður. Það er dagurinn sem ég þarf að slá.
Tekjur bloggara
Ég hef gaman af mínum tekjum. Ég hef hins vegar takmarkað gaman af því að lesa ágiskanir um tekjur annarra, hvað þá annarra bloggara.Â
KR
Enn af fótbolta þar sem ég var af einhverjum ástæðum að lesa mér til um sögu KR búningsins. Hér segir frá því að fyrsta íslandsmótið í knattspyrnu hafi farið fram 1912 og KR-ingar hafi unnið mótið (FR vann mótið en seinna var nafninu breytt úr Fótboltafélagi Reykjavíkur í Knattspyrnufélag Reykjavíkur þar sem orðið „fótbolti“ þótti ekki …