Ég er frjáls, frjáls eins og fuglinn…

„Sæll Eggert,

Til hamingju með próflokin – þú hefur lagt „kúrs dauðans“ að baki.“

Einkunn kom í­ hús seinnipartinn í­ gær, klukkutí­ma eftir sí­ðasta munnlega prófið. Valdimar á skilið viðurkenningu fyrir hröð vinnubrögð. Margir kennarar mættu taka hann sér til fyrirmyndar.

En hann talar sjálfur um „kúrs dauðans“ og er það svo sannarlega réttnefni. 3571 blaðsí­ður af greinum og bókum, 923 blaðsí­ður af glósum, skil á 3-5 blaðsí­ðna skriflegri greinagerð vikulega um lesefnið þá vikuna, framsaga á einni etnógrafí­u og þremur öðrum í­tarefnisgreinum, skriflegt próf og munnlegt próf að baki. Jamm, þetta var eitt 5 eininga námskeið og ég þarf aldrei, aldrei, aldrei að ganga í­ gegn um þetta aftur því­ ég er frjáls…