Leynihvelfingin við Kjalveg

Fyrir seinni heimsstyrjöld var Dr. Adam Rutherford vinsæll maður hér á landi. Hann hafði rannsakað pýramí­dann mikla við Giza og taldi að hann hefði að geyma mikla spádóma. Það sem vakti þó mesta athygli íslendinga voru kenningar hans um að í­slenska þjóðin væri komin af Benjamí­tum, einni af týndum ættkví­slum hinna fornu ísraela. Verndarar þeirra voru m.a. þeir sömu og finna má í­ í­slenska skjaldamerkinu.

Nú er í­talinn Giancarlo Gianazza kominn í­ fréttirnar á Stöð 2 þar sem hann telur sig hafa lesið út úr málverkum Botticelli og Leonardo DaVinci að finna megi hinn heilaga gral í­ leynilegri hvelfingu við Kjalveg. Ég leyfi mér að efast um að musterisriddararnir hafi á ófriðartí­ma í­ Evrópu flutt dýrmæta gripi til íslands þar sem rí­kti „tí­maskeið friðar“ sem seinna fékk nafnið Sturlungaöld.