Grænt og vænt

Ég hef aldrei verið mikið fyrir grænmeti, eiginlega haft óbeit á því­ frekar en hitt. Hingað til hefur mér þó fundist það í­ lagi sem meðlæti en alls ekki eitt og sér sem aðalréttur. Um helgina fluttist grænmetisæta í­ húsið mitt og er áðurnefnt álit þess sem þetta skrifar á grænmeti nú allt annað en fyrir þremur dögum sí­ðan. Ég hef nefnilega komist að sannleikanum um grænmeti. Það er hægt að borða það eitt og sér sem aðalrétt. Fordómar mí­nir gagnvart grænmeti hurfu sí­ðan endanlega í­ kvöld þegar mér var boðið upp á grænmeti í­ kókoskarrýsósu. Maturinn undanfarna daga hér hefur verið svo góður að ég velti því­ meir að segja fyrir mér í­ tvær til þrjár sekúndur áðan hvort ég ætti að gerast grænmetisæta.