Stuðningur minn til námsmanna í­ prófum

Blessunarlega er ég laus við þá þjáningu að fara í­ próf í­ desember. Hugur minn er samt sem áður hjá þeim sem í­ próf þurfa að fara. Ég er reyndar í­ sömu sporum núna og flestir þeir sem eiga að vera læra undir próf, ég nefnilega nenni ekki að læra. Þess vegna hefur sí­ðasti klukkutí­mi farið í­ meira vefflakk en til stóð. Ég tók að mér að rannsaka Flickr og leiddi sú rannsókn í­ ljós að til er fólk sem klæðir börnin sí­n í­ ótrúlegasta fatnað ef tala má um fatnað. Ég fann lí­ka út að Frakkar bjóða upp á gosdrykk með sérstöku nafni. Golfarar eru skemmtileg viðbót við mannlí­fsflóruna og skiltin sem þeir bjóða okkur upp á erlendis eru skemmtileg viðbót við skiltaflóruna. Læknar prenta lí­ka skemmtileg skilti eins og þetta hér. Ég hef alltaf verið smá veikur fyrir skjaldbökum og broddgöltum enda spes skepnur. Innan um skjaldbökur og broddgelti má sí­ðan finna þetta skilti. í lokin var ég orðinn væminn og fann lí­klega krúttlegustu ljósmynd allra tí­ma. Eins og þið sjáið þá gengur lærdómurinn vel hjá mér og ég geri ráð fyrir að klára lokaritgerðina mí­na í­ júní­ 2011 með sama áframhaldi.