Greinar

4. maí­ 2009 | Heimasí­ða SUF
Það þarf að grí­pa til aðgerða STRAX!

Núverandi rí­kisstjórn hefur haft tí­ma frá 1. febrúar til þess að leggja fram raunhæfar aðgerðir til þess að takast á við vandann. Hún virðist ekki gera sér grein fyrir stærðargráðunni á vandanum sem við er að etja enda hefur ekkert komið frá henni sem gefur okkur vonir um að hún sé fær til þess að koma okkur aftur á rétt spor.

27. aprí­l 2009 | Heimasí­ða SUF
Sigur okkar allra

Framsóknarflokkurinn hefur nú náð vopnum sí­num á ný. Eftir kosningarnar á laugardaginn er flokkurinn kominn með ní­u þingmenn, bætti við sig tveimur og fékk samtals 14,8% fylgi á landsví­su.

19. aprí­l 2009 | Heimasí­ða SUF
Framhaldsskólanemar ættu að kjósa Framsókn í­ vor

í vikunni sem leið spurði framhaldsskólanemi mig af hverju hann ætti að kjósa Framsóknarflokkinn. Einfaldri spurningu fylgir langt svar þar sem framhaldsskólanemar eru fjölmennur og margbreytilegur hópur.

16. mars 2009 | Heimasí­ða SUF
40 dagar

Kosningabaráttan nú verður frábrugðin mörgum fyrri baráttum. Hún verður stutt og snörp. Ekki verður lagt út í­ mikinn kostnað við auglýsingar í­ fjölmiðlum heldur verður áhersla lögð á að virkja það tengslanet sem til staðar er í­ flokknum.

2. mars 2009 | Heimasí­ða SUF
Ráðþrota rí­kisstjórn

Það ætti öllum að vera orðið ljóst að rí­kisstjórnin er ráðþrota í­ efnahagsmálum. Frá henni koma engar tillögur til þess að leysa vanda heimilanna. Frá henni koma engar tillögur til þess að koma hjólum atvinnulí­fsins aftur af stað.

23. febrúar 2009 | Heimasí­ða SUF
Góðar tillögur – Frumkvæði Framsóknarflokksins

í blaðamannafundi fyrr í­ dag kynnti forysta Framsóknarflokksins tillögur til úrbóta í­ efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar kennir ýmissa grasa en allar miða tillögurnar að því­ að bæta hag heimilanna, efla atvinnulí­f og endurreisa bankakerfið.

16. febrúar 2009 | Heimasí­ða SUF
Geislavirkur úrgangur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í­ rí­kisstjórn sí­ðustu 18 ár og hefur gott af hví­ldinni frá rí­kisstjórn sem hann kemur vonandi til með að fá á næstunni. Hann þarf á endurnýjun að halda, bæði hvað varðar mannafla og hugmyndafræði.

9. febrúar 2009 | Heimasí­ða SUF
Nektardans á Alþingi

Jafnvel þó svo ég sé alla jafna frekar frjálslyndur og á móti boðum og bönnum þá eru þau rök sem færð hafa verið fyrir því­ að banna nektardans sterkari en þau sem mæla með dansinum að mí­nu mati.

2. febrúar 2009 | Heimasí­ða SUF
Framsóknarflokkurinn kom hreyfingu á hlutina

í sí­ðustu vikum hef ég fengið að fylgjast með nýrri forystu Framsóknarflokksins vinna að því­ samkomulagi sem nú liggur fyrir milli Framsóknarflokksins og nýrra stjórnarflokka um að.

26. janúar 2009 | Heimasí­ða SUF
Kjósum í­ aprí­l

Það að kjósa í­ miðjum prófatí­ma leiðir til þess að námsmenn eiga erfiðara með að sækjast eftir baráttusætum á lista, að námsmenn geti ekki tekið virkan þátt í­ kosningabaráttunni auk þess sem námsmenn hafa minni tí­ma til að kynna sér þá flokka sem í­ boði eru og þá stefnu sem þeir standa fyrir.

19. janúar 2009 | Heimasí­ða SUF
Lifi byltingin!

Við kröfðumst breytinga á forystu flokksins. Við kröfðumst lí­ka breytinga á vinnubrögðum innan flokksins og var stigið stórt skref á þinginu í­ þeim efnum.

16. janúar 2009 | Fréttablaðið
Framsókn til framtí­ðar

Við þurfum á tí­mum sem þessum að leita til þess að endurvekja reisn flokksins með þessi grunnstef í­ forgrunni enda á frjálslynd félagshyggja ávallt við og hefur ekki beðið skipsbrot eins og þeir ismar sem hafa verið boðaðir á sitt hvorum væng pólití­ska litrófsins.

22. desember 2008 | Heimasí­ða SUF
Hátí­ð ljóss og friðar

Jólin eru skemmtilegur tí­mi fyrir þjóðfræðing eins og mig. Ekki nóg með að ýmsar hefðir og siðir tengjast jólahaldinu beint þá eiga jólin í­ dag að vera trúarhátí­ð.

8. desember 2008 | Heimasí­ða SUF
Er ekki rétt að kjósa til stjórnlagaþings?

í stað þess að fara í­ bútasaumslagfæringar á stjórnarskránni nú er rétt að skoða þær hugmyndir að fullri alvöru hvort ekki sé rétt að kjósa til stjórnlagaþings. Þær kosningar gætu jafnvel farið fram í­ vor og myndi þingið ljúka störfum næsta haust.

1. desember 2008 | Heimasí­ða SUF
Ráðherrana burt

Ég tel að það muni styrkja löggjafarvaldið til muna láti þeir þingmenn sem taka að sér ráðherraembætti af þingmennsku á meðan þeir sitja í­ rí­kisstjórn. í dag er það t.d. þannig að ráðherrar í­ rí­kisstjórninni hafa 12 atkvæði af 63 á þinginu.

24. nóvember 2008 | Heimasí­ða SUF
Minkurinn í­ hænsnakofanum

Það er áhyggjuefni ef Sjálfstæðisflokkurinn með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar ætlar að hefjast handa við að einkavæða í­ heilbrigðiskerfinu á meðan styrinn stendur um hvernig bjarga eigi þjóðinni út úr þeim ógöngum sem hún er komin í­.

17. nóvember 2008 | Heimasí­ða SUF
Fuglaskoðunarhúsið

Verkefnið fór mörg hundruð prósent fram úr áætlun og engin heimild var fyrir framúrkeyrslunni. Það upplýstist þó að millifært hefði verið á milli liða í­ fjárhagsáætlun og m.a. teknir peningar úr undirbúningi að fyrirhuguðum ævintýragarði.

10. nóvember 2008 | Heimasí­ða SUF
Heimskum hví­tum körlum gefið frí­

Þó sigur Obama hafi verið nokkuð sannfærandi benti Pulitzer verðlaunahafinn Nicholas D. Kristof á það í­ pistli í­ New York Times fyrir um mánuði sí­ðan að lí­klega væri Obama með 6% meira fylgi ef hann væri hví­tur.

3. nóvember 2008 | Heimasí­ða SUF
Yngjum upp

Við höfum ungt fólk sem tilbúið er til starfa og leitar að tækifærum, hvort sem það er á vettvangi stjórnmálanna eða í­ atvinnulí­finu. Nú skulum við byggja nýtt ísland. Uppbyggingu nýja íslands verður vonandi stýrt af ungu kraftmiklu fólki sem kemur fram með svörin þar sem þeir eldri sigldu í­ strand.

27. október 2008 | Heimasí­ða SUF
Maður er manns gaman

Þing kjördæmissambandanna eru með mikilvægustu stofnunum innan flokksins. Þar hefur grasrótin tækifæri til þess að koma skilaboðum til þeirra sem standa í­ stafni flokksins.

20. október 2008 | Heimasí­ða SUF
Horft til Finnlands

Hið opinbera getur stutt við rannsóknir m.a. í­ gegnum sjóði og stofnanir. Stuðningur hins opinbera þarf ekki alltaf að vera í­ formi beinna styrkja heldur er einnig hægt að leggja til hlutafé og veita ví­kjandi lán. Þá er hægt að gera regluumhverfið hvetjandi fyrir einkaaðila að leggja fé í­ nýsköpun, m.a. með hvetjandi skattalöggjöf.

13. október 2008 | Heimasí­ða SUF
Rússí­banareið

í mánudagsmorgun boðar Geir formenn stjórnarandstöðuflokkanna á sinn fund þar sem hann gerir þeim í­ fyrsta sinn grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin. Hann boðar að lagt verði fram frumvarp sem hafi það að markmiði að tryggja áframhaldandi almenna bankastarfssemi í­ landinu sem og að tryggja innstæður almennings í­ bönkunum.

6. október 2008 | Heimasí­ða SUF
Bót unnin á svartsýni og böl

Sí­ðasta vika var sérstök og minnti einna helst á kvikmynd með Bill Murray  frá fyrri hluta 9. áratugar sí­ðustu aldar þar sem hver dagur var öðrum verri. Það gefur því­ að skilja að föstudagurinn var undarlegasti dagur vikunnar. Það var sama hvort ég fór í­ bankann, búðinni eða gekk um ganga Háskóla íslands; óvissan og vonleysið skein úr andlitum fólks.

29. september 2008 | Heimasí­ða SUF
Aðalfundir og kjördæmisþing

í tilefni af því­ að haustin eru tí­mi aðalfunda og kjördæmisþinga í­ flokksstarfinu er ágætt að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessum samkomum til upprifjunar.

22. september 2008 | Heimasí­ða SUF
Sóst eftir sæti á meðal þeirra stóru

í tæp 62 ár hefur aðild íslendinga að Sameinuðu þjóðunum verið einn af hornsteinum í­slenskrar utanrí­kisstefnu. Fyrir um 10 árum var tekin sú ákvörðun um að ísland myndi sækjast eftir sæti í­ í–ryggisráði SÞ árin 2009-2010. íslendingar gengu þá inn í­ samnorrænt fyrirkomulag þar sem eitt Norðurlandanna hefur boðið sig fram annað hvert kjörtí­mabil.

15. september 2008 | Heimasí­ða SUF
Menntamálaráðherra gerir ekki neitt

Ljóst er að fjárhagsleg staða margra námsmanna erlendis er ekki öfundsverð á meðan menntamálaráðherra framfylgir stefnu núverandi rí­kisstjórnar þar sem ekki stendur til að koma til móts við þá sem verulega hafa orðið fyrir barðinu á krónunni.

8. september 2008 | Heimasí­ða SUF / Morgunblaðið
Hvers vegna er ekki samið við ljósmæður?

Ljósmæður hafa fundið fyrir stuðningi þjóðarinnar í­ þeirri kjarabaráttu sem þær eiga í­ um þessar mundir. Óskandi væri að þær fengju stuðning frá rí­kisstjórninni sem ábyrgð ber á launamálum þeirra. Einstaka þingmenn stjórnarflokkanna hafa reyndar gefið út stuðningsyfirlýsingu við þær en á meðan stuðningurinn er í­ orði en ekki á borði er lí­tið að marka hann.

26. ágúst 2008 | Heimasí­ða SUF
Draumalandið Skagafjörður

Þeir eru margir framsóknarmennirnir sem lí­ta á Skagafjörðinn sem draumalandið. Þar er enn í­ dag rekið öflugt kaupfélag og Skagfirðingar treysta Framsóknarflokknum best til að vinna að mikilvægum framfaramálum í­ þjóðfélaginu. Nægir þar að nefna að flokkurinn er sá stærsti í­ sveitastjórn Skagafjarðar með 35,2% fylgi á bak við sig.

26. ágúst 2008 | Heimasí­ða SUF
Borgarnesræða Guðna ígústssonar

Guðni hefur leitt gagnrýni framsóknarmanna á aðgerðaleysi rí­kisstjórnarinnar og hefur meginþorri hagfræðinga sem og greiningadeildir bankanna verið honum sammála um þær aðgerðir sem hann hefur beitt sér fyrir.

18. ágúst 2008 | Heimasí­ða SUF
Sumarmorgunn í­ ísbyrgi

Það er nánast ómögulegt að lýsa þeim straumum sem um smágerðan manninn fara þegar komið er út úr tjaldi að morgni á svo mögnuðum stað. Umhverfis mann er hátt og fagurt byrgið sem Sleipnir sporaði forðum.

12. ágúst 2008 | Heimasí­ða SUF
Frá Ólympí­u til Peking

Það að meina ákveðnum hópum aðgang að ólympí­uleikunum í­ dag, t.d. geðfötluðum strí­ðir gegn grundvallarhugsjónum ólympí­uhreyfingarinnar sem byggir á samvinnu, mannúð og virðingu fyrir fjölbreytileika einstaklinganna og manngildinu.

28. júlí­ 2008 | Heimasí­ða SUF
Með bundið fyrir eyrum er sama gamla platan spiluð endalaust

Stuðningsmenn rí­kisstjórnarinnar og þá sér í­ lagi Samfylkingarinnar hafa sýnt það og sannað sí­ðustu daga að enginn er jafn blindur og sá sem ekki vill sjá. Að þeirra mati hefur flokkurinn ekki gert neitt til þess að eiga skilið skammir vegna efnahagsástandsins sem nú rí­kir. Einmitt vegna þess að flokkurinn hefur ekkert gert er ástandið jafn slæmt og það er.

21. júlí­ 2008 | Heimasí­ða SUF
Þjóðin sem safnar söfnum

Starfsemi í­slenskra safna stendur í­ miklum blóma um þessar mundir, ekki aðeins er meiri metnaður lagður í­ sýningahald heldur eru mörg söfn orðin sannkallaðar þekkingarstofnanir í­ héraði.

14. júlí­ 2008 | Heimasí­ða SUF
Af hverju áframhaldandi áhrifaleysi?

í Evrópumálunum hefur rí­kisstjórnin tekið þá ákvörðun sem hún virðist taka í­ svo mörgum málum að sofa Þyrnirósar-svefni. Á meðan syngjum við ungt framsóknarfólk: „Ó, vakna þú mí­n Þyrnirós, Þyrnirós, Þyrnirós / Ó, vakna þú mí­n Þyrnirós, Þyrnirós.“

7. júlí­ 2008 | Heimasí­ða SUF
Smáir en knáir háskólar

Nú velta því­ margir fyrir sér hvert næsta skref skuli vera í­ sameiningu háskóla. Samkvæmt höfðatölunni sem jafnan er höfð til hliðsjónar þegar íslendingar kryfja málin til mergjar kemur í­ ljós að sjö háskólar er of mikið fyrir þessa rúmlega 300.000 manna þjóð. Þessu hefur verið haldið fram í­ opinberri umræðu af fullkomnu ábyrgðarleysi á sí­ðustu dögum, vikum, mánuðum og árum.

14. júlí­ 2008 | Heimasí­ða SUF
Þökk sé þeim sem þorðu

í skjóli fáfræðinnar hafa allt of lengi þrifist fordómar í­ garð samkynhneigðra sem þurftu þar af leiðandi að lifa skuggalí­fi á íslandi. Það ötula starf sem félagar Samtakanna 78 hafa á sí­ðustu þrátí­u árum gegnt í­ uppfræðslu og vitundarvakningu í­ mannréttindamálum er ómetanlegt. Sú fræðsla hefur leitt af sér betra, ví­ðsýnna og frjálslyndara samfélag.

14. júlí­ 2008 | Heimasí­ða SUF
Óvænt lí­fsmark

Kröfurnar um einkavæðingu íbúðalánasjóðs voru háværar þegar ábyrgðarlausir bankarnir voru nýbúnir að ryðjast inn á í­búðalánamarkaðinn. Nú er svo komið fyrir þeim að íbúðalánasjóður þarf að koma þeim til aðstoðar. Kaldhæðnislegt ekki satt.

14. júlí­ 2008 | Mosfellingur
Blómstrandi þekkingarsamfélag

Menntakerfið er einhver besti fjárfestingakostur hins opinbera og eru fáar fjárfestingar sem bera meiri arð. En fjárfesting í­ menntun er ekki nóg ein og sér. Stjórnvöld þurfa að skapa umhverfi hér á landi, efnahagslegt og félagslegt sem gerir það að verkum að menntað fólk kjósi að búa á íslandi að loknu námi.

29. ágúst 2007 | Heimasí­ða SUF
Hamingjuóskir til Borgfirðinga

Fram til þessa hafa nemendur sem ljúka grunnskólum á svæðinu þurft að sækja annað í­ framhaldsskóla, flestir á Akranes en margir farið til Reykjaví­kur. Þeir sem fóru suður snéru margir hverjir ekki aftur heim. Það vantaði því­ tilfinnanlega framhaldsskóla til að tengja saman það menntagap sem skapaðist milli grunn- og háskólamenntunar á svæðinu.

19. maí­ 2007 | Heimasí­ða SUF
Hvað var svona „fjandi skemmtilegt“?

Allir eiga sér sí­na drauma rí­kisstjórn. Ég hef ég heyrt í­ mörgum sem helst óska sér R-listastjórnar, margir vildu framlengja núverandi stjórnarsamstarf en ég hef nánast engan hitt ég sem vill vekja upp draug Viðeyjarstjórnarinnar. í–ssur Skarphéðinsson skýrði þó frá því­ í­ kvöldfréttum í­ gær (18.5.2007) að það hefði verið „fjandi skemmtilegt“ að vera ráðherra í­ þeirri stjórn.

3. maí­ 2007 | Heimasí­ða SUF
Jón Baldvin, Samfylkingin og landbúnaðarstefna Framsóknar – 1. kafli

Verð á vörum og þjónustu á íslandi er almennt hærra en gengur og gerist í­ kring um okkur. Á íslandi er 14% útgjalda heimilanna ráðstafað til matvælakaupa, þar af tæplega 6% vegna kaupa á innlendri búvöru. Frá janúar 2003 til september 2007 hækkaði ví­sitala neysluverðs um 21, 2% á sama tí­ma og nýmjólk hækkaði um 2,6% og skyr og ostur um 2,5%.

14. mars 2007 | Heimasí­ða SUF
Miðjugrænir

Sjálfbær nýting náttúrunnar er grunnstefið í­ umhverfisstefnu Framsóknarflokksins. Unnið hefur verið að rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma með það að markmiði að leggja mat á og flokka virkjunarkosti með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og umhverfisáhrif.

23. desember 2006 | Morgunblaðið

Frú Þorgerður, hvað á að gera við geirfuglinn?

Náttúrugripasafn íslands er í­ dag í­ hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm sem alls ekki er bjóðandi stofnun sem hefur að geyma slí­ka dýrgripi eins og þar er að finna. Geymslur safnsins eru í­ misjöfnu ásigkomulagi, dreifðar um höfuðborgarsvæðið.

22. nóvember 2006 | Morgunblaðið

Mikilvægt að umræðan sé upplýst og án fordóma

Fræðslu- og kynningarnefnd SUF stóð fyrir fræðslufundi mánudagskvöldið 20. nóvember sl. um málefni innflytjenda sem hafa verið áberandi í­ þjóðfélagsumræðunni upp á sí­ðkastið. Frummælendurnir komu úr ýmsum áttum en áttu það sameiginlegt að hafa komið að umræðu sí­ðustu vikna. Allir lögðu þeir áherslu á innflytjendur væru ekki einsleitur hópur og að umræðan þyrfti að vera málefnaleg og án fordóma.

31. október 2006 | Heimasí­ða SUF
Þing norðurlandaráðs æskunnar

Fundir eins og þing Norðurlandaráðs æskunnar gefa ungum stjórnmálamönnum tækifæri til að hittast og ræða saman um lausnir á sameiginlegum vandamálum og miðla því­ sem vel hefur verið gert annars staðar eða þá misheppnast.