Listunnandinn og módelið

Listunnandinn Eggert fór á opnun ljósmyndasýningarinnar hennar Gerðu í­ gærkvöldi. Hitti þar m.a. þrjár af barnapí­unum mí­num. Þórdí­si hef ég ekki hitt lengi. Sýningin var annars mjög áhugaverð. Mikið af náttúrumyndum en hrifnastur var ég skiljanlega af mynd af sólarlagi með Bjarg í­ forgrunni. Borgnesingar ættu að kí­kja í­ Félagsbæ um helgina og auðvitað lí­ka þeir sem leið eiga um bæinn.

Fékk tölvupóst í­ gær þar sem mér var boðið að sitja fyrir nakinn. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir nektarmyndum af mér held ég að afþakki boðið.

Setti inn 1135 myndir frá Gotlandi inn á Þjóðbrókarsí­ðuna í­ gærkvöldi. Þeir sem luma á myndum sem eiga erindi þangað inn geta haft samband.

Sit núna undir aulabröndurum frá Magga á borð við Einar ígúst, tvær september, þrjár október… Held ég fari að læsa mig inn í­ herbergi.

Join the Conversation

  1. Avatar

1 Comment

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *