Listunnandinn Eggert fór á opnun ljósmyndasýningarinnar hennar Gerðu í gærkvöldi. Hitti þar m.a. þrjár af barnapíunum mínum. Þórdísi hef ég ekki hitt lengi. Sýningin var annars mjög áhugaverð. Mikið af náttúrumyndum en hrifnastur var ég skiljanlega af mynd af sólarlagi með Bjarg í forgrunni. Borgnesingar ættu að kíkja í Félagsbæ um helgina og auðvitað líka þeir sem leið eiga um bæinn.
Fékk tölvupóst í gær þar sem mér var boðið að sitja fyrir nakinn. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir nektarmyndum af mér held ég að afþakki boðið.
Setti inn 1135 myndir frá Gotlandi inn á Þjóðbrókarsíðuna í gærkvöldi. Þeir sem luma á myndum sem eiga erindi þangað inn geta haft samband.
Sit núna undir aulabröndurum frá Magga á borð við Einar ígúst, tvær september, þrjár október… Held ég fari að læsa mig inn í herbergi.