Þó ég sé löngu kominn heim frá Svíþjóð þá á ég alltaf eftir að gera ferðina almennilega upp. Aðrir Gotlandsfarar hafa gert það ágætlega og kannski tilgangslaust að fara rekja alla ferðasöguna hér. Ég ætla mér samt að skrifa smá punkta um þau söfn sem ég heimsótti. Ég fór á öll þau söfn sem ég hafði ráðgert að heimsækja nema Póstminjasafnið. Það bíður næstu ferðar til Stokkhólms.
Konunglega hersafnið í Stokkhólmi – Livrustkammaren Royal Armoury
Stelpurnar og Jón fóru að versla fyrsta daginn. Ég, Óli, Jónbjörn og Addi ráfuðum um borgina en rákumst á þetta safn. Óli hafði skoðað það áður og hvatti okkur til að fara inn enda var það ókeypis. í kjallaranum voru til sýnis vagnar frá konungsfjölskyldunni, grunnsýningin hafði að geyma léttari vopn og brynjur á meðan efsta hæðin bar sýningu um samskipti Svíþjóðar og Noregs í gegn um söguna. Einhvern veginn kom ég ekki rosalega sáttur út, loftið var þungt og lítið um upplýsingar til gesta.
Forn- og miðaldasafnið í Stokkhólmi – Historiska Museet
ísamt Sigrúnu ísleifs, Helgu Jónu, Lukku, Jóhönnu og Jóni fór ég þangað fyrst og fremst til að skoða Gotlandssteinana. Steinarnir eru á leið niður í gullsalinn sem hefur að geima helstu gersemar Svía úr fyrrnefndum málmi m.a. hjálmplöturnar frá Torslunda og nokkrir gullgubbar. Sú sýning er ágæt og örugglega betri ef maður leigir sér hljóðleiðsögn. Ámiðhæðinni er sýning um víkingatímann (þar sem líka má sjá Gotlandssteina) og loks sýning um kirkjusögu á efstu hæðinni. Fátt sem heillaði mig beint á þessum sýningum. Gullsýningin er hringlaga með hliðarsal þar sem boðið er upp á video og stóru torgi í miðjum hringnum þar enn fleiri gripir eru til sýnis. Þó allt sé úr gulli þá mætti fækka gripunum eða finna leið til þess að gera framsetninguna áhugaverðari. Videoið bjargaði reyndar miklu. Víkingasýningin var í meðallagi (sýnir kannski hvað Þjóðminjasafnið okkar er flott) en kirkjusýningin var hörmung. Ef maður villist á sýningu er hún ekki sett rétt upp. Gesturinn man fyrst eftir að hafa villst en ekki hvað hann sá
Vasasafnið – Vasamuseet
Vasasafnið heimsótti ég með Rósu, Jónbirni, Sigrúnu S, Adda, Jóni og Sigrúnu ísleifs. Safnið er í einu orðið sagt magnað. Þó aðeins sé um að ræða einn sýningargrip þá heldur hann manni hugföngnum í langan tíma og höfundar sýningarinnar velta upp ýmsum spurningum. Stærsta spurningin er auðvitað af hverju skipið sökk? Þarna er upplýsingum komið á framfæri á mjög skýran og einfaldan hátt og geta gestir valið hvort þeir upplifa safnið með því að lesa skrifaðan texta eða renna áreynslulaust í gegn á þess að lesa stafkrók. Safnið fær líka plús fyrir að bjóða upp á fleiri tungumál á útgefnu efni en víðast hvar annars staðar, t.d. er hægt að velja íslensku á heimasíðunni þeirra.
Sjávardýrasafnið í Djugí¥rden – Aquaria Water Museum
Sami hópur og heimsótti Vasasafnið. Kannski ekki beint mitt áhugasvið en samt sem áður gaman að koma þarna. Samkvæmt skilgreiningu ICOM er þessi sjávargarður safn lifandi dýra. Safnið var frekar lítið og dýrt inn en er örugglega ágætis skemmtun fyrir fjölskyldur. Hitabeltisfiskarnir voru flottastir enda stoppuðum við lengst hjá þeim. Þarna eins og víða annars staðar eru upplýsingar af skornum skammti. Ég hefði gjarnan viljað vita eitthvað meira um fiskana, hvar þeir finnast í náttúrunni og hvað þeir heita. Enn eitt safnið sem skilar manni út með ósvöruðum spurningum.
Skansen
Skansen er elsta útisafn í heimi, stofnað 1891. Ég var því nokkuð spenntur fyrirfram að heimsækja safnið og varð ekki fyrir vonbrigðum. Upplýsingagjöf er til fyrirmyndar, textaspjöld við hvert hús en fyrst og fremst er upplifunin tilfinningaleg. Það sem helst má setja út á safnið er það nær ekki alls staðar að fanga anda húsanna, búið að dúka upp en matinn vantaði. En það er margt fleira að sjá í Skansen en gömul hús, m.a. er lítill dýragarður ofarlega í safninu þar sem sjá má þau spendýr sem lifa í Skandínavíu. Þeir sem heimsækja Stokkhólm verða helst að kíkja í Skansen.
Þjóðminjasafnið í Svíþjóð – Nordiska museet : Nationalmuseum for kulturhistoria
Fór með Óla, Eygló, Jónbirni, Rósu og Sigrúnu ísleifs hingað. Ég er ekki viss um að ég vilji kalla Nordiska safnið þjóðminjasafn en hið íslenska Þjóðminjasafn gerir það á heimasíðu sinni. Hér eru sýndir munir frá því eftir 1520. Fyrir þá sem hafa tekið Inngang að safnafræði þá er hefur Nordiska yfirumsjón með SAMDOK verkefninu. Að mörgu leiti er safnið vel heppnað en fornaldarlegt að öðru leiti. Heilu veggirnir af svipuðum hlutum fanga ekki athygli manns. Það sem vel er gert er t.d. sýning á húsbúnaði þar sem búið er að stilla upp borði með mat og öllu tilheyrandi. Hluturinn er sýndur í réttu samhengi en ekki einn og sér inn í skáp. Áveggnum á móti uppstillingunni voru síðan heilu skáparnir af diskum og postulíni sem eins og áður segir var ekki jafn gaman að skoða. Þjóðháttasýningin var líka mjög skemmtileg. Vel sett upp með gínum og leikmunum. Handavinnu- og dúkkusýningarnar voru ekki jafn áhugaverðar en héldu stelpunum áhugasömum. Þá kom sér vel að búið var að koma upp bekkjum með reglulegu millibili á safninu. Sniðugt fyrir karlmenn sem þurfa oft að fylgja með inn á söfn. ínægðastur var ég þó með sýningu á efstu hæðinni þar sem tekin var fyrir spurningin hvort ríkið ætti að hafa einkarétt á áfengissölu. Sýningin er sett þannig upp að hún fær gesti til þess að hugsa um efni sýningarinnar þó út sé komið. Þannig sýning skilar árangri.
Landssafnið í Visby – Lí¤nsmuseet pí¥ Gotland
Líklega á Landssafnið í Visby að vera einhverskonar þjóðminjasafn þeirra Gotlendinga. Höfundar sýningarinnar hafa þó leift sér að ganga lengra í túlkunum og framsetningu en á flestum munasöfnum. Aðaltilgangur ferðarinnar þangað var eins og á Historiska museet að skoða Gotlandssteina. Þeir eru sýndir í fyrsta sal safnsins. Mjög flott uppsetning en upplýsingagjöf er til háborinnar skammar. Það er þó huggun harmi gegn að verið er að vinna í að laga sýninguna enda er hún frá 1960. Upplýsingar er hægt að fá á stórum veggspjöldum sem fáir nenntu að lesa. Ef gengið er lengra inn á safnið er saga Gotlands rakin í tímaröð. Sýningin er ágæt en maður er fljótur að renna í gegn um hana.
Bunge safnið – Friluftsmuseet i Bunge
í bíltúrnum okkar Jóns, Jóhönnu, Hlyns, Óla, Eyglóar, Sigrúnar ísleifs, Lukku og Helgu Jónu komum við við á Bunge safninu. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Safnið leggur mesta áherslu á að sýna “gamla Gotlandâ€. Þar eru nokkrir bæir og byggingar sem gerðar hafa verið upp, fjórir Gotlandssteinar og nokkrar bátagrafir. Það er gert mjög vel við nokkrar byggingar en annars virðist safnið enn vera í uppbyggingu. Það má líka setja út á það að gestir virðast ekki alltaf vita hvert skal halda næst. Það mætti bæta úr því með því að gera betri göngustíga. En safnið virðist enn vera í vinnslu og því er rétt að gefa þeim tækifæri. Upplýsingagjöf er þarna betri en víða annars staðar. Þeir fá plús fyrir það.