Hafi írni Johnsen fengið uppreisn æru þýðir það að hann hafi fengið mannorð sitt hreinsað. Mannorð er samkvæmt mínu skilningi það orðspor sem fer af einhverjum. Ég vissi ekki að handhafar forsetavalds tækju að sér mannorðshreinsanir.
Vinna við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gæti orðið skemmtileg. Þar höfðu menn og konur áður val um kandidata á borð við Guðjón Hjörleifsson og Eyþór Arnalds. Núna bætist írni Johnssen við. Spurning hvort þeir geti ekki fengið Eggert Haukdal til að snúa aftur?