Rosalega leið þetta sumar hratt. Lét af störfum mínum fyrir bankann í dag en finnst ég bara vera nýbyrjaður. Það var mjög gaman að fá að vinna í nýju umhverfi í nýju útibúi en efst í huga mér núna er þakklæti til vinnufélaga minna fyrir ótrúlegt þol gagnvart mér síðustu þrjú sumur. Gleymi heldur ekki félögum mínum á sambýlinu þó ég hafi ekki verið jafn mikið þar í sumar og síðustu ár. Veit ekki hvar ég verð næsta sumar en eins og staðan er í dag er ég að skoða nám erlendis, annað hvort í Skandínavíu eða Bretlandseyjum.
í gær hittum við Sigrún nýnema í þjóðfræði ásamt Terry og Valdimar. Formannsins var sárt saknað. Alls byrja 15 nemendur í náminu í haust og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sýndum þeim myndir úr félagslífinu á síðasta ári og frá Gotlandi sem Sigrún hafði tekið saman. Kæmi mér ekki á óvart að þjóðfræðinemum ætti eftir að fjölga enn frekar spyrjist þessi kynning út. Ég sé mig síðan tilneyddan til þess að gefa það út núna að ég ætla ekki að hafa umsjón með jólaglögg-bruggi fyrir næstu jól, nýnemum og öðrum þjóðfræðinemum líklega til mikillar gleði.