Skemmtilegt sambandsþing SUF um helgina samanstóð af málefnavinnu, djammi og kosningum. Gegndi embætti þingritara og fórst það örugglega vel úr hendi. Jakob kosinn formaður og Stefán Bogi verður líklega kosinn varaformaður á fyrsta stjórnarfundi. Sjálfur sit ég í varastjórn.
Málefnavinnan fór líka vel. Er nokkuð viss um að eitthvað af þeim ályktunum sem samþykktar var í dag verði sett á oddinn í kosningabaráttunni í vor.
Kvöldverðarhófið í Viðey og það sem á eftir kom var samt sem áður hápunktur helgarinnar. Missti af ’84 hittingi Borgnesinga (sorrý) en sá í staðinn verðandi varaformann SUF dansa upp í rjáfrum Viðeyjarstofu og svo margt fleira. Kannski hefði verið betra að það sem gerðist í Viðey yrði bara eftir þar en þar sem einhverjir smygluðu myndavélum með held ég að það sé lítil hætta á því.