Jarþrúður pissar í­ skóinn sinn

í gær mælti ég með menntun á Austurvelli. Ég mælti með því­ að stjórnmálaflokkar settu menntamál á oddinn í­ komandi kosningum og fari að lí­ta á útgjöld til menntamála sem fjárfestingu sem skilar sér margfalt til baka í­ þjóðarbúið. Þjóðfræðinemar voru þar óvenjumargir miðað við höfðatölu. Þjóðfræðinemum sárnaði þegar talað var um sér í­slenskar greinar og eins og venjulega var talið upp: í­slenska, sagnfræði, bókmenntafræði o.s.frv. en ekki þjóðfræði. Þetta gerðist lí­ka 1. des. sl. Sami ræðumaður. Nú skora ég á Kristí­nu Tómasar að muna eftir þjóðfræðinni næst.

Fyrrverandi formaður Stúdentaráðs gengur um í­ hlandblautum skóm þessa dagana. í grein á Deiglunni leggur hún til að Háskólinn selji byggingarnar sí­nar og geti sí­ðan leigt þær aftur. Það er ekki hlutverk Háskólans að reka byggingar heldur að mennta nemendur sí­na og stunda rannsóknir að hennar mati. Það er hins vegar þannig að til þess að skólinn geti menntað nemendurna og stundað rannsóknir þarf hann hafa til þess húsakost. Hún kvartar undan allt of háum rekstarkostnaði sem ég sé ekki fram á að lækki enda þarf leigusalinn að fá eitthvað í­ sinn vasa.

Jarþrúður studdi á sí­num tí­ma byggingu Háskólatorgs sem nú er að rí­sa. Þetta er nú svo sem ekki í­ fyrsta skipti sem formaðurinn fyrrverandi hringsnýst. Hún sagðist t.d. vera á móti skólagjöldum en fer núna fyrir hópi fólks sem berst fyrir því­ að tekin verði upp skólagjöld í­ opinberum háskólum. Þetta á ekki bara við um hana heldur er það alþekkt að Vökuliðar gegni trúnaðarstörfum fyrir SUS þegar setu þeirra í­ Stúdentaráði er lokið.

Lausn Jarþrúðar er skammtí­malausn og leysir ekki fjárhagsvanda Hí til lengri tí­ma. Lausnin er að Háskólinn fái greitt fyrir alla þá nemendur sem stunda þar nám og reiknilí­kanið verði endurskoðað. Það er skammgóður vermir að pissa í­ skóinn sinn.

3 replies on “Jarþrúður pissar í­ skóinn sinn”

Comments are closed.