Nokkur atriði sem bögguðu mig í gær.
1. Auðvitað megum við veiða hval ef við viljum og þjóðréttarleg staða okkar er á hreinu. Málið snýst ekki um það hvort við megum heldur hvort við eigum.
2. Það þýðir ekki að nota stundum rökin „sjálfbær nýting“ og stundum ekki. Hafró mælir með því að við veiðum um 400 hrefnur, 200 langreiði og 50 sandreiði. Af hverju er kvótinn þá ekki 650 dýr? Sama gildir um aðra stofna í sjónum. Af hverju fer sjávarútvegsráðherra sjaldnast eftir ráðleggingum fræðimanna?
3. Víst hafa hvalveiðar áhrif á ímynd landsins alveg sama hvað hver segir. Þegar fjallað er um landið í erlendum fjölmiðlum þá hefur það áhrif á ímyndina.
4. Hvalur var mikilvægur þáttur í fæðuöflun allt frá landnámsöld en þá vegna þess að nýttum allt sem var í boði. í dag erum við að veiða fyrir erlendan markað. Meirihlutinn af þeim hval sem nýttur kom til vegna þess að hann rak á land en ekki vegna þess að menn veiddu hval í miklum mæli.
5. Ráðherrar eiga ekki að meta það hvort markaður sé til fyrir hvalkjöt. Þeir eiga að láta einkaaðilum það eftir. Ef það er markaður þá veiða menn. Annars ekki.
Niðurstaða: Ég er á báðum áttum. Mér finnst ákvörðin bera vott um þjóðrembing og skort á skynsemi. Ég er hlynntur sjálfbærri nýtingu lífvera í hafinu. Það að veiða 30-40 dýr er ekki sjálfbær nýting heldur sýndarmennska til að friða hagsmunasamtök. Sjálfbær nýting felur það líka í sér að tekið sé tillit til fleiri þátta, s.s. áhrifa á efnahagslíf. Líklega koma fleiri ferðamenn til íslands á næsta ári en í ár. Spurningin er hins vegar hvort hlutfall ferðamanna til íslands hækkar hlutfallslega í takt við aukningu ferðamanna í heiminu almennt.