Kristilegu kærleiksblómin spretta í­ kringum hitt og þetta

Er hægt að innbyrða of mikið af kristilegum kærleik? Ja… Ef hægt er að lesa yfir sig af kristilegum miðaldabókmenntum og biblí­usögum þá held ég að ég hafi gert það í­ gær. Ánæstunni held ég mig við heiðna vini mí­na eins og Egil og slí­ka kappa. Um kvöldmat í­ gær var ég farinn að pikka inn í­ tölvuna á hraða snigilsins. Einn stafur á tveggja mí­nútna fresti. Yfirlesinn fór ég á einhvern lengsta stjórnarfund hjá Þjóðbrók sem ég hef setið. Mjög heitar umræður fram á nótt. Reyndar skemmtilegar umræður.