Siv efst í kraganum hjá Framsókn sem kemur kannski ekki á óvart. Síðan koma þrjú úr Kópavogi. Það kemur mér meira á óvart. Nú er bara málið að ná Samúel inn. Kristbjörg og Hlini tóku fimmta og sjötta sætið. Kristbjörg er Mosfellingur og býr í næsta húsi við mig. Hlini er formaður FUF í Hafnarfirði og situr í stjórn SUF. Veit að bæði eiga þau eftir að ná lengra enda flottir talsmenn ungs fólks. Þrjár konur í sex efstu og tveir ungir. Það veit á gott.
Samfylkingin valdi eins og fyrir fjórum árum í Norðausturkjördæmi. Þar var unga fólkinu hafnað. í kraganum sigraði maður sem er hlynntur því að breyta RíšV í opinbert hlutafélag, hlynntur sjálfbærum hvalveiðum og vill ekki taka strax afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Katrín Júlíusdóttir er einn af þessum hálf ósýnilegu þingmönnum. Hún fékk samt mjög góða kosningu í annað sætið. Síðustu viku hafa frambjóðendurnir í þessu prófkjöri reynt að drekkja mér í ruslpósti. Valdimar Leó var fulltrúi Mosfellinga í slagnum og sitjandi þingmaður. Hvar endaði hann? Hann var ekki meðal átta efstu. Ég er hræddur um að Sjálfstæðismenn reyni núna að drekkja mér á sama hátt. Mosfellingum gefst hins vegar tækifæri um næstu helgi að losna við bæjarstjórann. Held að margir séu viljugir til að grípa tækifærið.