Ég skil það vel að engin ungliðahreyfing er starfandi í Frjálslyndaflokknum. Ungt fólk gagnrýnir stefnu flokksins og talsmenn flokksins tala um „gjammandi ungliða senda út á völlinn“ og „stuttbuxnakrakka“. Ég gekk annars niður Strikið um daginn m.a. með ungliða úr Danske Folkepartie og varð vitni af því þegar hrækt var á hann. Hann sagði okkur að þetta kæmi reglulega fyrir. Rosalega var ég ánægður með að enginn svona ungliðahreyfing væri starfandi á íslandi. Vonandi breytist það ekki.