Nýttur sem kennsluefni

Fyrir Hugtök og miðlun sögu er ég að lesa grein eftir Ólaf Rastrick sagnfræðing þar sem hann talar m.a. um Þjóðahátí­ð Alþjóðahúss í­ febrúar. Greinin er mjög áhugaverð í­ ljósi umræðu sí­ðustu daga og fjallar um menningararf í­ fjölmenningarsamfélagi. Þar sem við þjóðfræðinemar sáum um bás íslands á hátí­ðinni þykir mér þessi greining Ólafs skemmtileg.

Ekki rugla honum [bás ístralí­u] saman við það sem er í­ næsta bás, hann er merktur „ísland“ og þar hafa þjóðlegir þjóðfræðinemar við Háskóla íslands staflað upp dósum af KEA-skyri á rekaviðardrumbi: Þar hlýtur að vera á ferðinni í­slenskur menningararfur.

Kannski er þetta dæmi um hvernig í­slensk fjölmenningarpólití­k tekur yfir flokkunarfræði þjóðernishyggjunnar. í gróðurhúsi fjölmenningarinnar getur hver og einn fundið sér sinn bás þar sem hann á heima. í þessum bás er upprunann að finna, jafnvel þótt hann sé einungis settur fram sem vörumerki, en það er bara til hægðarauka. En gætið að því­ að hver og einn á bara heima í­ einum bás. Við viljum enga bása-usla í­ okkar fjölmenningarþjóðfélagi.

Eða hvað? Það var einhver óróleiki í­ í­slenska básnum: Kannski voru þjóðfræðinemarnir ekki alveg nógu þjóðlegir, ekki alveg nógu staðfastir á sí­num bás í­klæddir stuttermabolum með stí­lfærðri mynd af sauðkind og áletruninni: „It’s hard to be kind“.

Við vildum sýna fram á að íslendingar væru ekki allir eins. Básinn var byggður upp á andstæðum lí­kt og fiskveiðar vs. álver, gamlar ljósmyndir vs. graffí­ti og skyr vs. snakk. Við fengum skammir m.a. fyrir að sýna álið en hefðum gjarnan viljað fá meiri viðbrögð. Vorum við ekki nógu þjóðleg? Við vorum í­ í­slenskri hönnun, vorum í­ því­ sem í­slendingar ganga í­.

Hér, hér og hér eru myndir frá umræddri hátí­ð.