Fór í fyrsta skipti í Hafnarfjarðarleikhúsið í kvöld. Sá þar Gunnlaðar sögu en veit ekki alveg hvað mér fannst. Sýningin reynir mjög á áhorfandann en er mjög flott. Eftir sýninguna voru umræður sem Pétur Pétursson prófessor í guðfræði stjórnaði. Þar kom í ljós að fólk upplifði sýninguna á mjög misjafnan hátt. Sumir vildu meina að megin inntakið væru jafnréttismál, aðrir umhverfismál og enn aðrir trúmál. Ég var uppteknastur af trúarlegum minnum í sögunni og leikmyndinni. Þau voru mörg.