Prófkjörspistill helgarinnar

Prófkjör helgarinnar var hjá Samfylkingunni í­ Reykjaví­k í­ gær. Samanborið við prófkjörið fyrir sí­ðustu borgarstjórnarkosningar þar sem um 10 þúsund tóku þátt ef ég man rétt og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í­ gær var þetta ekki svo stórt prófkjör. Annars eru engin stór tí­ðindi úr prófkjörinu. Engin nýliðun fyrir utan að einn borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri sem er búin að vera lengi í­ pólití­k er komin í­ nokkuð öruggt þingsæti. Ingibjörg Sólrún er greinilega að gera eitthvað vitlaust þar sem hún fær bara þrjá fjórðu atkvæða í­ fyrsta sætið. í–ssur og ígúst Ólafur koma hins vegar vel út. Loksins fengu konur góða útkomu hjá Samfylkingunni en hvar er unga fólkið?

Sjálfstæðismenn fóru í­ aðeins meiri tiltekt hjá sér. Felldu sitjandi þingmenn bæði í­ Suður- og Suðvesturkjördæmi. Ég held samt að fáir taki eftir því­ að Sigurrós Þorgrí­msdóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar í–rlygsson mæti ekki á þing næsta vetur. Það taka lí­ka fáir eftir því­ að Kjartan Ólafsson mæti. írni Johnsen kom sá og sigraði í­ Suðrinu en mér sýnist vera einhver skortur á Suðurnesjamönnum á listunum sem eru tilbúnir þar. Enginn hjá Samfylkingu og einn hjá Sjálfstæðisflokk í­ mögulegum þingsætum. Annars er flokkuirnn samur við sig og setur þrjá karla í­ þrjú efstu sætin. Ég fæ sí­ðan lí­klega nýjan bæjarstjóra. Það er bara hið besta mál en hefði átt að gerast sí­ðasta vor þegar flokkurinn missti meirihlutann hér í­ Mosó.

Um næstu helgi koma úrslitin sem ég hef verið að bí­ða spenntastur eftir, þ.e. Framsókn í­ Norðvestur.