Stundum passa fréttamenn á að styggja ekki neinn. í fréttum Sjónvarpsins í gær var verið að tala um „sigur“ írna Johnsen á laugardaginn og sagt frá þingferli hans en síðan þurfti að segja frá því hvernig honum lauk. Hvernig var það útskýrt? Jú, hann sagði af sér vegna „meðferðamála hans hjá ákæruvaldinu“. Það var líklega hluti af meðferðinni þegar hann var dæmdur í 2. ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í starfi sínu fyrir ríkið. Það er síðan hægt að bæta því við að sýndi aldrei nein merki iðrunnar. Núna er hægt að gera hann að yfirmanni „meðferðarmála ákæruvaldsins“ eftir kosningar.
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi: Þið fenguð það sem þið vilduð. Þið fenguð kjördæmapotara sem gefur okkur hinum fingurinn.