Risavaxna ferlí­kið

Varúð! Þetta blogg er nöldur þannig að ef þú nennir ekki að lesa nöldrið mitt er um að gera að sleppa því­. Núna er ég búinn að vara þig við svo það er ekki mér að kenna ef þú lest þetta.

í gær nöldraði ég út af jólaserí­u og í­ dag ætla ég að nöldra meira. Ég kýs að versla í­ litlum þægilegum búðum þar sem ég get gengið beint að því­ sem ég þarf að kaupa. Litla þægilega Krónubúðin mí­n er núna horfin. Nóatún sem var hin litla búðin í­ Mosó er lí­ka horfin. í staðin er komið eitthvað risavaxið ferlí­ki sem einhverjir kalla verslunarkjarna með ópersónulegri stórri Krónubúð. Búðin er svo risavaxin að á innkaupakerrunum er kort af búðinni þannig að enginn villist inni í­ völundarhúsinu.

Ef ég man rétt var talað um mismunandi verslunarsiði karla og kvenna í­ Hellisbúanum. Konur eru safnarar frá fornu fari á meðan karlmenn eru veiðimenn. Þetta endurspeglast í­ verslunarmenningunni. Konur hafa gaman að því­ að gramsa, leita og skoða. Karlar á hinn boginn fara beint að vörunni sem þeir ætla að kaupa og kaupa hana á þess að skoða einhvern „óþarfa“ sem ekki á að kaupa.

Þar sem ég er karlmaður vil ég ganga beint að vörunni sem ég ætla að kaupa. Ég vil ekki þurfa að nota kort til að rata í­ búðinni. Mér hefur aldrei fundist þægilegt að versla í­ Bónus hérna en kannski maður fari bara að versla oftar við Jóhannes.