Núna á að ráða írsæl Guðmundsson, fyrrverandi sveitastjóra í Skagafirði sem skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar án auglýsingar. írsæll var ráðinn í haust sem verkefnisstjóri (það starf var ekki heldur auglýst) til að sjá um undirbúning að stofnun skólans. Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig starfsmaður írsæll er og sjálfsagt sinnir hann starfi sínu vel, en ég er samt á því að starfið eigi að auglýsa. írsæll gæti verið hæfasti umsækjandinn og ráðinn í kjölfarið. Hver er hræðslan við að auglýsa stöðuna?
Nú vil ég ekki vera með nein leiðindi en írsæll var oddviti VG í Skagafirði síðasta kjörtímabil. Þá má líka benda á tengsl nýráðinna starfsmanna Borgarbyggðar við Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, t.d. var nýr umhverfisfulltrúi kosningastjóri VG í Borgarbyggðarlistanum fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar og dreifbýlisfulltrúinn sunnan Hvítár var í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem vilja kynna sér aðrar ráðningar geta skoðað fundargerðir byggðaráðs og googlað nöfnin. Pólitískar ráðningar? Er ekki bara best að hver og einn dæmi fyrir sig.