Spennan magnast

Ég hef ekki farið leynt með stuðning minn við Herdí­si og Valdimar í­ póstkosningu okkar framsóknarmanna í­ Norðvesturkjördæmi. Þeir Framsóknarmenn sem eiga eftir að kjósa eru minntir á að skilafrestur atkvæðaseðla rennur út klukkan átta í­ kvöld.

Kristinn H. hefur verið duglegastur að auglýsa. Held að ég sé kominn með fjóra bæklinga og bréf frá honum auk þess sem hann auglýsti í­ útvarpi og á netinu. Aðrir auglýstu minna og sumir ekki neitt.
herdis-auglysing.jpg
Spáin er tilbúinn eftir samtöl við góða menn og konur á sí­ðustu dögum og vikum.

1. Magnús Stefánsson
2. Herdí­s Sæmundardóttir
3. Valdimar Sigurjónsson
4. Kristinn H Gunnarsson
5. Inga Ósk Jónsdóttir

Hvort ég verð sannspár eða ekki kemur í­ ljós í­ kvöld.