Drykkjarhornið verður krúsidúlla

Drykkjarhornið og fjaðurpenninn hafa verið í­ merki Borgarness og seinna Borgarbyggðar frá því­ ég man eftir mér. Núna er allt breytt. Eftir sameiningu yfir tvö sýslumörk þurfti að skipta um merki og hver var útkoman? Einhver flétta sem hver má túlka fyrir sig. Mí­n skoðun er að byggðamerki eigi almennt að tengjast sögu eða menningu svæða á einhvern hátt.

borgarbyggd_200.jpg

Nýja merkið er alls ekki ljótt, það er stí­lhreint og flott en gæti verið tákn hvaða sveitarfélags sem er á íslandi. Það hefur enga sérstaka skýrskotun í­ Borgarfjörðinn eða á Mýrarnar. Einhverjir segja að útúr krúsidúllunni megi sjá Hví­tárbrúnna, Baulu, Eirí­ksjökul, Hafnarfjall, Skessuhorn, samheldni og samvinnu í­búa og styrk sveitarfélagsins. Það sem mér finnst hins vegar best úr umsögn dómnefndar er þar sem segir að út úr merkinu megi sjá „hvernig framvinda mála veltur á þátttöku einstaklinganna“. Ef einhver sér það út úr merkinu er sá hinn sami kominn í­ aðeins of djúpar pælingar.